

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 22. og fös. 23. maí kl. 8:30 - 12:30 (2x)
Þorsteinn Siglaugsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeið 18. - 20. mars (fullbókað)
Námskeið 2. - 3. apríl (fullbókað)
Námskeið 12. - 14. maí (fullbókað)
Námskeið 13. - 15. maí (fullbókað)
Námskeið 19. - 21. maí (fullbókað)
Námskeið 22. - 23. maí (fullbókað)
Á þessu námskeiði nýtum við krafta gervigreindarlíkana á borð við ChatGPT, til að efla hugsun og ákvarðanatöku. Við lærum hvernig beita má gervigreindinni til að bæta og flýta verulega greiningu og ákvarðanatöku. Þátttakendur öðlast færni í að nýta gervigreind við greiningu orsaka og afleiðinga gagnvart flóknum viðfangsefnum og auka þannig færni sína í starfi og framtíðarmöguleika.
Færni í að eiga samskipti við gervigreindarlíkön (LLM) verður sífellt mikilvægari, enda eru líkönin notuð í sívaxandi mæli til að auðvelda vinnu og auka afköst. Um leið er raunveruleg hætta á að við „útvistum“ í síauknum mæli eigin greiningu og ákvarðanatöku til gervigreindarinnar. Séu líkönin hins vegar notuð markvisst geta þau hjálpað okkur að efla eigin greiningarhæfni og taka betur ígrundaðar ákvarðanir.
Ákvarðanataka og greining á flóknum viðfangsefnum krefst ítarlegrar greiningar orsaka og afleiðinga. Fram að þessu hefur vandinn við slíka greiningu verið sá mikli tími og fyrirhöfn sem hún krefst. Við hneigjumst því gjarnan til þess að stytta okkur leið, sem oft leiðir til illa ígrundaðra ákvarðana. Með markvissri notkun gervigreindar er hægt að flýta verulega fyrir vandaðri greiningu á flóknum viðfangsefnum ásamt því að afhjúpa ómeðvitaðar forsendur sem við nánari skoðun kunna að reynast rangar.
Í námskeiðinu er útskýrt, skref fyrir skref hvernig nota má gervigreindarlíkön til að hraða og bæta greiningu orsaka og afleiðinga. Notast er við markvissa aðferðafræði við greiningu vandamála og mótun úrlausna, Logical Thinking Process, sem grundvallast á kenningum og aðferðum stjórnunarfrömuðarins Dr. Eliyahu M. Goldratt, og nemendur læra um leið grundvallaratriði hennar.
Markmið námskeiðsins er að efla hæfni þátttakenda í að beita gervigreind við greiningu og ákvarðanatöku gagnvart flóknum viðfangsefnum og auka þannig færni þeirra í starfi og framtíðarmöguleika.
Námskeiðið er afar gagnlegt fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað fagfólk sem þarf að taka ákvarðanir um flókin viðfangsefni og vill auka hæfni sína í að beita markvissri greiningu orsaka og afleiðinga með hjálp nýrrar tækni.
Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi er með BA-próf í heimspeki, MBA-próf frá INSEAD og er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Þorsteinn er frumkvöðull í nýtingu gervigreindar við skipulega greiningu og ákvarðanatöku og starfar við ráðgjöf og þjálfun víða um heim á vegum Marris Consulting í París. Hann vinnur jafnframt að þróun hugbúnaðarlausna sem styðja við notkun gervigreindar við greiningu og ákvarðanatöku.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.