Staðnámskeið

Sköpunargleði - spuni, skrif og sköpun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 30. sept. - 28. okt. kl. 19:30 - 22:00 (5x)

10 klst.

Ólöf Sverrisdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 49.900 kr.
Snemmskráning til og með 20. september. Almennt verð 54.900 kr.
Námskeið

Sköpunargleði er orð sem segir okkur að það er gaman að skapa. Við upplifum mikla gleði þegar við finnum að hugmyndir flæða í máli og myndum og það er eins og opnist inn í nýjan heim sem við vissum ekki að við hefðum aðgang að. Sköpunarkraftur er annað orð sem segir okkur að við finnum fyrir aukinni orku þegar við erum skapandi. Á þessu námskeiði notum við spuna, ritlist og alls konar aðferðir og leiki til að opna fyrir sköpunarflæðið og segja sögu.

 

Sköpun er alls konar og alls staðar en á þessu námskeiði vinnum við aðallega með sögur.
Við spinnum sögur úr eigin lífi eða ímyndaðar í máli og riti. Við spinnum, segjum frá og skrifum þær niður. Við notum fjölbreyttar kveikjur og leiki sem koma okkur á stað í flæði. Teiknum, hugleiðum, hlustum á  tónlist og notum hluti sem stökkpall inn í sögu eða ævintýraheim. Lærum að hlusta á hjartað frekar en hugann og tengjum við innsæið. Virkjum öll skynfærin eins og sjón, heyrn og lykt sem kveikju að sögu eða minningu.

 

Farið verður lauslega í uppbyggingu á sögu og karaktersköpun. Þátttakendur vinna saman í hóp eða í pörum og deila og tjá sig um verk og upplifun hvers annars

 

Markmiðið er að losna við gagnrýnandann í höfðinu með æfingum sem byggðar eru á spuna, leiklist, sagnalist og ritlist. Við leikum okkur, sköpum og skemmtum okkur. Reynum að nálgast barnið í sjálfum okkur en börn skapa og leika sér án þess að hugsa um hvernig þau koma fyrir eða hvernig lokaútkoman er. Þau upplifa bara gleðina við að skapa. Þannig má segja að sköpunarferlið sé eins konar núvitund eða hugleiðsla þar sem aðeins gleðin í núinu er til staðar.
Námskeiðið er að langmestu leyti verklegt.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Spuna og leik.
  • Að sleppa tökunum.
  • Sköpun.
  • Skrif.

Ávinningur þinn

  • Að upplifa meiri gleði og orku.
  • Að fá betri aðgang að sköpunarflæðinu og innsæinu.
  • Að öðlast kjark til að vera skapandi.
  • Að fá æfingu í að skrifa og segja sögur.
  • Að upplifa frelsi í hugsun og tjáningu.

Fyrir hverja

Öll þau sem vilja upplifa gleði í núinu. Þau sem vilja opna fyrir sköpunarflæðið og ímyndunaraflið. Öll sem hafa áhuga á sögum og skrifum. Grunnskólakennarar og leikskólakennarar eru sérstaklega velkomnir.

Nánar um kennara

Ólöf Sverrisdóttir er með meistaragráðu í leiklist og ritlist. Hún hefur starfað sem leikkona, sögukona og rithöfundur og gefið út tvær barnabækur, ljóðabók og smásögur. Hún hefur mikla reynslu af leiklistarkennslu og verið með námskeið í ritlist sagnalist og sjálfstyrkingu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sköpunargleði - spuni, skrif og sköpun

Verð
49900