

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 18. mars kl. 19:00 - 22:00
Þórey Huld Jónsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöður þess að setja börnum á leikskólaaldri mörk á kærleiksríkan máta, hagnýtar aðferðir og mikilvægi samstöðu foreldra.
Að setja börnum mörk er mikilvægur þáttur í uppeldi og námi hvers barns. Á leikskólaaldri er grunnur lagður að samskiptafærni, hegðun og líðan barna sem fylgir þeim oft á tíðum út ævina. Mikilvægt er að foreldrar séu vel í stakk búnir að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að setja börnum á leikskólaaldri mörk, geti fylgt þeim eftir og standi saman í uppeldinu.
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á leikskólaaldri, sem og öðrum sem koma að uppeldi þeirra.
Þórey Huld Jónsdóttir er leikskólakennari, ásamt því að vera með BS-gráðu í sálfræði og MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Auk þessa hefur hún lokið ýmsum námskeiðum er varða þroska barna, tengsl, mat á þroska og kennslu. Þórey er tveggja barna móðir með rúman áratug af reynslu af leikskólastarfi og starfar nú sem aðstoðarskólastjóri. Þórey hefur réttindi sem leiðbeinandi á námskeiðinu Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, sem heilsugæslan býður foreldrum upp á. Auk þessa hefur hún haldið ýmsa fyrirlestra um þroska barna, að setja börnum mörk, tengsl og svefn ungra barna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.