Þórey Huld Jónsdóttir

Peningur kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöður þess að setja börnum á leikskólaaldri mörk á kærleiksríkan máta, hagnýtar aðferðir og mikilvægi samstöðu foreldra.

Að setja börnum mörk er mikilvægur þáttur í uppeldi og námi hvers barns. Á leikskólaaldri er grunnur lagður að samskiptafærni, hegðun og líðan barna sem fylgir þeim oft á tíðum út ævina. Mikilvægt er að foreldrar séu vel í stakk búnir að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að setja börnum á leikskólaaldri mörk, geti fylgt þeim eftir og standi saman í uppeldinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Fræðilega vitneskju um mikilvægi þess að setja mörk.
  • Hagnýtar aðferðir við að setja börnum mörk.
  • Hvernig viðhalda megi góðum tengslum og kærleika þegar börnum eru sett mörk.
  • Líkleg áhrif á hegðun og líðan barna séu þeim sett mörk á kærleiksríkan máta.
  • Hvernig rýna má í líklegar ástæður neikvæðrar hegðunar og hvernig sé þá hægt að bregðast við út frá því.

Ávinningur þinn

  • Að öðlast meira sjálfsöryggi í að setja mörk á kærleiksríkan máta.
  • Að dýpka skilning á hegðun barna á leikskólaaldri og mikilvægi þess að setja börnum mörk.
  • Að öðlast þekkingu og færni í að nýta hagnýtar aðferðir við að setja börnum mörk.
  • Að auka samstöðu foreldra og sameiginlegan skilning á hegðun barna á leikskólaaldri.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á leikskólaaldri, sem og öðrum sem koma að uppeldi þeirra.

Nánar um kennara

Þórey Huld Jónsdóttir er leikskólakennari, ásamt því að vera með BS-gráðu í sálfræði og MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Auk þessa hefur hún lokið ýmsum námskeiðum er varða þroska barna, tengsl, mat á þroska og kennslu. Þórey er tveggja barna móðir með rúman áratug af reynslu af leikskólastarfi og starfar nú sem aðstoðarskólastjóri. Þórey hefur réttindi sem leiðbeinandi á námskeiðinu Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, sem heilsugæslan býður foreldrum upp á. Auk þessa hefur hún haldið ýmsa fyrirlestra um þroska barna, að setja börnum mörk, tengsl og svefn ungra barna.

Verð