

Valmynd
Snorri Sigurðsson
Á námskeiðinu er farið ítarlega í veltitöflur (pivot) og hvernig nota má Excel við framsetningu og úrvinnslu gagna. Fjallað er um það hvernig búa má til kvik mælaborð (dýnamísk) og birta gögn byggt á vali. Áhersla verður lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur aðstoðaðir við að setja efni námskeiðsins í samhengi við sín daglegu störf.
Veltitöflur (PivotTable)
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í Excel, s.s. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja auka hæfni sína í Excel og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum þess.
Snorri Sigurðsson er verkfræðingur og vörustjóri hjá Controlant. Snorri hefur yfir áratuga reynslu af nýtingu Excel við gagnagreiningar, smíði áætlana- og rekstrarlíkana, mælaborða og flókinna reiknilíkana svo eitthvað sé nefnt.