Fjarnámskeið

Excel - Pivot

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 14. og mið. 16. okt kl. 12:30 - 16:00

7 klst.

Snorri Sigurðsson

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 58.900 kr.
Snemmskráning til og með 4. október. Almennt verð 64.800 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er farið ítarlega í veltitöflur (pivot) og hvernig nota má Excel við framsetningu og úrvinnslu gagna. Fjallað er um það hvernig búa má til kvik mælaborð (dýnamísk) og birta gögn byggt á vali. Áhersla verður lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur aðstoðaðir við að setja efni námskeiðsins í samhengi við sín daglegu störf.

Á námskeiðinu er fjallað um

Veltitöflur (PivotTable)

  • Uppsetning á gögnum fyrir veltitöflur og auðgun gagna.
  • Virkni veltitaflna, kosti og galla.
  • Notkun sía (filter) og sneiðara (slicer) til að birta gögn.
  • Hvernig vísa má í veltitöflur með formúlum.
  • Pivot gröf og hvernig smíða má mælaborð með því að tengja saman töflur og gröf.
     

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í Excel, s.s. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja auka hæfni sína í Excel og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum þess.

Nánar um kennara

Snorri Sigurðsson er verkfræðingur og vörustjóri hjá Controlant. Snorri hefur yfir áratuga reynslu af nýtingu Excel við gagnagreiningar, smíði áætlana- og rekstrarlíkana, mælaborða og flókinna reiknilíkana svo eitthvað sé nefnt.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Excel - Pivot

Verð
58900