Staðnámskeið

Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!

Aðeins 7 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 30. sept. kl. 9:00 - 12:30

3.5 klst.

Guðrún Guðmundsdóttir

Hildur Halldórsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 35.900 kr.
Snemmskráning til og með 20. september. Almennt verð 39.500 kr.
Námskeið

Góð og uppbyggjandi vinnustaðamenning er grunnur að vellíðan í starfi. Jákvæð vinnustaðamenning getur haft mikil áhrif á starfsánægju, helgun og þar af leiðandi betri frammistöðu fyrirtækja og stofnana. Jákvæð menning á vinnustað spilar stærstan þátt í því að halda í gott starfsfólk.


Á þessu námskeiði verður fjallað um mikilvægi uppbyggjandi vinnustaðamenningar og leitast við að skapa meðvitund um það hvernig hver og einn getur haft áhrif á þróun hennar.

Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Kennslufyrirkomulag er blanda af æfingum, dæmum og umræðum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað er vinnustaðamenning?
  • Hvað einkennir góða vinnustaðamenningu?
  • Hvað getur hver og einn starfsmaður gert til að efla vinnustaðamenningu?
  • Hvað segja rannsóknir um vinnustaðamenningu?

Ávinningur þinn

  • Þekking og meðvitund um mikilvægi vinnustaðamenningar.
  • Betri frammistaða fyrirtækis/stofnunar.
  • Liður í að auka starfsánægju.
  • Betri stjórnun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir stjórnendur og öll þau sem vilja hafa jákvæð áhrif á vinnustaðamenninguna á sínum vinnustað.

Nánar um kennara

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er með MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.
 

Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur hefur undanfarin ár starfað sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands og var verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Þá hefur Hildur starfað við markaðs- og kynningarmál, m.a. hjá ÍMARK og Stöð 2. Hildur er ACC vottaður markþjálfi.
 

Guðrún og Hildur stofnuðu nýlega fyrirtækið AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að efla sig í mannauðsmálum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!

Verð
35900