Staðnámskeið

Án táknmáls er ekkert líf

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 24. okt. - 14. nóv. kl. 19:00 - 22:00 (4x)

12 klst.

Valgerður Stefánsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 31.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. október. Almennt verð 31.900 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um líf fólks sem var heyrnarlaust á 19., 20. og 21. öldinni og málumhverfi þess. Skoðað verður hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að mál verði til og hvernig íslenskt táknmál þróaðist.

Auk þess að skoða hvernig og hvenær mál verður til á meðal döff fólks verður lögð áhersla á að skoða vistkerfið sem málið verður til í, á hverjum tíma, eða tengslin í umhverfi málsins á milli íslensks táknmáls og íslensku og á milli heyrandi og döff. Á námskeiðinu skiptast á fyrirlestrar og umræður þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur leggi til nýja þekkingu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Íslenskt döff fólk á 19., 20. og 21. öld.
  • Vistkerfi máls á hverjum tíma (til dæmis tengslin í málumhverfinu og viðhorf til döff og táknmála).
  • Hugmyndir þátttakenda um tilurð íslensks táknmáls og áhrif vistkerfisins.
  • Framtíð íslensks táknmáls.

Ávinningur þinn

  • Að þekkja söguna og læra af henni.
  • Að gera sér grein fyrir hvernig mál verður til, þróast og styrkist.
  • Að gera sér grein fyrir hvernig mál veikist og kemst í hættu á útrýmingu.
  • Að geta fært rök fyrir mikilvægi íslensks táknmáls.

Fyrir hverja

Námskeiðið er opið öllum sem tala íslenskt táknmál og ekki er boðið upp á túlkun. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda aðrar en að þeir tali íslenskt táknmál.

Nánar um kennara

Valgerður Stefánsdóttir er doktor í málvísindalegri mannfræði með áherslu á íslenskt táknmál og vistkerfi málsins sem rannsóknarefni. Hún hefur unnið innan íslenska táknmálssamfélagsins í nálægt hálfa öld sem kennari, túlkur og forstöðumaður.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Án táknmáls er ekkert líf

Verð
31900