Staðnámskeið

Áfall í starfi - fyrir fagfólk

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 28. okt. kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Sigrún Sigurðardóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 25.900 kr.
Snemmskráning til og með 18. október. Almennt verð 28.500 kr.
Námskeið

Erfið upplifun við krefjandi aðstæður í starfi geta valdið áfalli. Áfalli sem getur haft áhrif á heilsufar og líðan, jafnvel þó að einstaklingurinn átti sig ekki á því að hafa orðið fyrir áfalli í starfi. Einkenni og afleiðingar geta komið fram löngu seinna og stundum án þess að einstaklingur átti sig á orsökunum og haft áhrif á kulnun í starfi og samúðarþreytu. Áfallamiðuð nálgun á vinnustað er ein leið til innleiða til forvarna, eflingar og úrvinnslu við slíkar aðstæður.

 

Á námskeiðinu er fjallað um áföll í starfi, þegar einstaklingur upplifir einkenni áfalla eftir erfið og krefjandi verkefni. Hvaða áhrif það getur haft fyrir einstaklinginn, heilsufar hans og líðan og áhrif á daglega lífið. Annars stigs áfall eru streituviðbrögð sem koma fram þegar einstaklingur verður vitni að eða heyrir af einstaklingi sem lenti í áfalli, eins og slysi, ofbeldi, hamförum, var greindur með langvinnan og lífsógnandi sjúkdóm eða missti einhvern nákominn. 

 

Einstaklingur getur upplifað annars stigs áföll í starfi í kjölfar alvarlegra eða streituvaldandi atburða. Einkenni og afleiðingar geta verið svipuð og einkenni áfallastreituröskunar. Afleiðingar geta komið fram sem líkamleg, sálræn eða félagsleg vandamál eða erfiðleikar og geta haft áhrif á einkalíf einstaklingsins og hæfni hans sem fagaðila.


Mikilvægt er að auka umræðu um annars stigs áföll til að koma í veg fyrir langvarandi afleiðingar þeirra. Að finna leiðir til úrvinnslu og vinna með reynsluna. Áfallamiðuð nálgun á vinnustað er mikilvæg til forvarna, viðbragða og úrvinnslu og til að koma í veg fyrir endurtekin áföll í starfi. Fjallað verður um annars stigs áfall út frá fræðunum, fléttað sama við eigin reynslu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Áföll og erfiða upplifun í starfi, skilgreiningar og einkenni.
  • Afleiðingar áfalla og erfiðra upplifana í starfi fyrir heilsufar og líðan.
  • Áfallamiðuð nálgun á vinnustaðnum.
  • Mismunandi leiðir til útvinnslu og bata.

Ávinningur þinn

  • Að öðlast þekkingu á hvað áfall og erfið upplifun í starfi er og hver einkenni eru.
  • Að öðlast þekkingu á afleiðingum áfalla og erfiðri upplifan í starfi, hvernig það getur haft áhrif á heilsufar og líðan í starfi og einkalífi. 
  • Að öðlast þekkingu á forvörnum, úrræðum og mismunandi leiðum til bata.
  • Að öðlast þekkingu á innleiðingu áfallamiðaðar nálgun á vinnustað.

Fyrir hverja

Fagfólk eða sjálfboðaliða sem vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áfalli, eins og fyrstu viðbragðsaðilar á vettvangi eftir ofbeldi, slys, andlát, hamfarir, lífsógnandi sjúkdóma ofl.

Nánar um kennara

Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áfall í starfi - fyrir fagfólk

Verð
25900