

Valmynd
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir
Hvernig á stjórnandi að bregðast við tilkynningu um EKKO: einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi á vinnustað?
Á námskeiðinu er farið yfir þau lög og reglur sem gilda um félagslega vinnuumhverfið. Fjallað er um þá verkferla sem eiga að vera til staðar á vinnustað og hvernig stjórnendur eiga að bera sig að þegar upp koma samskiptavandamál eða tilkynnt er um atvik sem talist geta einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi.
Stjórnendur fá innsýn í dómaframkvæmd og þannig skýra sýn á þann ávinning sem skapast af því að hafa góða verkferla á vinnustaðnum og nauðsyn þess að stjórnendur þekki hvernig bregðast skal við þegar tilkynnt er um einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustaðnum.
Stjórnendur, millistjórnendur, starfsfólk sem sinnir mannauðsmálum eða er með mannaforráð.
Námskeiðið er einnig mjög gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn vinnustaða.
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir lögmaður og eigandi hjá MAGNA Lögmönnum.
Unnur Ásta útskrifaðist úr Lagadeild Háskóla Íslands árið 2015 og hlaut lögmannsréttindi sama ár. Hún hefur starfað hjá MAGNA Lögmönnum frá útskrift og hefur m.a. sérhæft sig í vinnurétti og vinnuvernd. Hún hefur bæði aðstoðað vinnustaði og einstaklinga við úrlausn og viðbrögð við EKKO málum og auk þess átt gott samstarf við sálfræðistofu sem sérhæfir sig í málaflokknum.