Staðnámskeið

Skynjun og skynúrvinnsla

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 23. og 30. okt. kl. 13:00 - 16:00

6 klst.

Berglind Indriðadóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 34.900 kr.
Snemmskráning til og með 13. október. Almennt verð 34.900 kr.
Námskeið

Fáðu innsýn í virkni skynfæranna og leiðir til að nota skynjun og skynörvun til að stuðla að betri líðan og meiri lífsgæðum íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila og dvalargesta í dagdvölum og dagþjálfunum.

Á námskeiðinu er fjallað um ferli skynjunar og skynúrvinnslu. Kynntar eru og prófaðar leiðir sem fela í sér skynörvun - eða dempun, til að bæta líðan og lífsgæði notenda öldrunarþjónustu.

Rætt er um hvaða áskoranir eru til staðar í daglegu starfi í þjónustuumhverfinu, bæði efnislegar og óáþreifanlegar og hvernig er hægt að nota jákvæðar samskiptaleiðir til að draga úr hættu á árekstrum og hegðun sem veldur áhyggjum (behaviour of concern).

Þátttakendur leggja mat á eigin starfsvettvang út frá matsblöðum sem byggja á hugmyndafræði persónumiðaðrar þjónustu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skynjun.
  • Skynörvun.
  • Samskiptaleiðir í anda persónumiðaðrar hugmyndafræði.

Ávinningur þinn

  • Að auka skilning og þekkingu á mikilvægi skynjunar og skynúrvinnslu.
  • Að fá nýjar hugmyndir - eða aukið þor til að láta reyna á hugmyndir sem hafa legið í dvala.
  • Að hafa vettvang til að ræða áskoranir í daglegu starfi, fá hugmyndir eða deila lausnum sem hafa virkað vel.
  • Að hafa jákvæða persónuvinnu að leiðarljósi í starfi.

Fyrir hverja

Starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila og dagdvala/dagþjálfana. 
Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða starfsreynslu en eitthvað verður um fræðilega umfjöllun, þó fyrst og fremst sem bakgrunn að hagnýtri umfjöllun. 
Aðstandendur aldraðra sem langar að leita nýrra leiða í samskiptum og samveru eru einnig velkomnir.

Nánar um kennara

Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skynjun og skynúrvinnsla

Verð
34900