Sæunn Kjartansdóttir

Peningur kr.
Námskeið

Upphafning hugrænnar getu mannsins hefur yfirskyggt vægi og hlutverk tilfinninga með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu okkar, samskipti og umhverfið.
Á námskeiðinu verður athyglinni beint að órökréttum tilfinningum og ávinningi þess að gangast við þeim og skilja hlutverk þeirra.
Nálgunin byggist á sálgreiningu, tengslakenningum, taugavísindum og reynslu kennara af meðferðarvinnu með fullorðnum og ungbörnum.

Bók Sæunnar, Gáfaða dýrið, fylgir með þátttöku á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Þörf okkar fyrir aðra og óttann við þá.
  • Mikilvægi sjálfsþekkingar.
  • Tilhæfulausan ótta.
  • Mótsagnir í manninum.
  • Samspil líkama, huga og tilfinninga.
  • Birtingarmyndir streitu og áhrif hennar á samskipti og heilsu.
  • Sálræna varnarhætti.
  • Hlutverk tengsla.

Ávinningur þinn

  • Meiri sjálfskilningur.
  • Betri streituvarnir.
  • Aukin meðvitund um mikilvægi samskipta og tengsla.
  • Meiri áhugi á fólki.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir öll sem vilja skilja sjálfa sig og aðra betur.

Nánar um kennara

Sæunn Kjartansdóttir er sjálfstættt starfandi sálgreinir með langa reynslu af einstaklingsmeðferð og handleiðslu fagfólks. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna, sem nú er hluti af Geðheilsumiðstöð barna hjá HH, sem sérhæfir sig í meðferð foreldra og ungbarna með geðheilsuvanda. Hún hefur gefið út bækur um sálgreiningu og tengsl út frá faglegri og persónulegri reynslu: Hvað gengur fólki til? Árin sem enginn man, Fyrstu 1000 dagarnir og Óstýriláta mamma mín.... og ég, og Gáfaða dýrið.

Verð