Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 13. mars kl. 9:00 - 12:00
3 klst.Þóra Þorgeirsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Vaxandi meðvitund er á vinnustöðum samtímans um mikilvægi þess að huga að vellíðan starfsfólks.
Á námskeiðinu verður fjallað um, frá sjónarhóli starfsfólks og vinnustaða, hvað felst í vellíðan starfsfólks. Skoðaðir verða helstu þættir sem þarf að huga að til að starfsfólki líði vel í starfi með sérstaka áherslu á jafnvægi og samþættingu vinnu og einkalífs og sveigjanleika í starfi, mikilvægi félagslegra tengsla á vinnustöðum og hlutverk leiðtoga á vinnustöðum. Rýnt verður í af hverju það skiptir máli að huga að vellíðan á vinnustöðum og ábyrgð stjórnenda og starfsfólks í því samhengi.
Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvað er vellíðan í starfi, hvernig stuðlum við að vellíðan og hvað getur starfsfólkið sjálft gert til að vinna að eigin vellíðan? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um og hvaða áhrif hafa vinnustaðir á líðan starfsfólks?
Fyrir öll sem hafa áhuga á líðan á vinnustöðum, bæði stjórnendur og leiðtoga sem eru með mannaforráð og þau sem vilja huga að eigin vellíðan.
Þóra Þorgeirsdóttir er lektor við Háskólann á Bifröst og sviðsstjóri þjónustusviðs Félagsbústaða. Hún er með doktorspróf í mannauðsstjórnun frá Cranfield háskóla í Bretlandi og hefur sérstaka ástríðu fyrir öllu sem snýr að velferð og vellíðan fólks í víðu samhengi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.