

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 11. mars kl. 8:30 - 12:30
Gerður María Gröndal
Katrín Þórarinsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Til eru yfir 200 mismunandi gigtarsjúkdómar en stór hluti þeirra eru talinn vera vegna sjálfsofnæmis. Mikil þróun hefur átt sér stað á síðustu áratugum í meðferð gigtarsjúkdóma samfara aukinni þekkingu á sjúkdómunum.
Á námskeiðinu verður fjallað um algenga gigtarsjúkdóma með áherslu á sjálfsofnæmissjúkdóma m.a. iktsýki, rauða úlfa, sóragigt og hrygggikt. Fjallað verður um tilurð þessara sjúkdóma og greiningarferli. Tengsl milli gigtarsjúkdóma og annarra sjálfsofnæmissjúkdóma sem og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins og beinþynningar verða skoðuð. Þá verður fjallað um líftæknilyf og önnur lyf sem notuð eru til að hægja á eða stöðva sjúkdómsgang (disease modifying anti-rheumatic drugs).
Námskeiðið er fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Umsjón hafa dr. Katrín Þórarinsdóttir, PhD sérfræðingur í gigtlækningum, og Gerður Gröndal, dósent og sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.