Staðnámskeið

Gigtarsjúkdómar í nútímasamfélagi

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 22. okt. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Katrín Þórarinsdóttir

Gerður María Gröndal

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 26.900 kr.
Snemmskráning til og með 12. október. Almennt verð 26.900 kr.
Námskeið

Til eru yfir 200 mismunandi gigtarsjúkdómar en stór hluti þeirra eru talinn vera vegna sjálfsofnæmis. Mikil þróun hefur átt sér stað á síðustu áratugum í meðferð gigtarsjúkdóma samfara aukinni þekkingu á sjúkdómunum.

Á námskeiðinu verður fjallað um algenga gigtarsjúkdóma með áherslu á sjálfsofnæmissjúkdóma m.a. iktsýki, rauða úlfa, sóragigt og hrygggikt. Fjallað verður um tilurð þessara sjúkdóma og greiningarferli. Tengsl milli gigtarsjúkdóma og annarra sjálfsofnæmissjúkdóma sem og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins og beinþynningar verða skoðuð. Þá verður fjallað um líftæknilyf og önnur lyf sem notuð eru til að hægja á eða stöðva sjúkdómsgang (disease modifying anti-rheumatic drugs).

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Orsakir gigtarsjúkdóma.
  • Greiningarferli gigtarsjúkdóma.
  • Sjúkdómsgang og einkenni gigtarsjúkdóma.
  • Tengsl við aðra sjúkdóma.
  • Gigtarlyf.

Ávinningur þinn

  • Skilningur á orsökum gigtarsjúkdóma.
  • Þekking á einkennum og greiningu gigtarsjúkdóma.
  • Innsýn inn í meðferðarmöguleika í gigtarsjúkdómum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Nánar um kennara

Umsjón hafa dr. Katrín Þórarinsdóttir, PhD sérfræðingur í gigtlækningum, og Gerður Gröndal, dósent og sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gigtarsjúkdómar í nútímasamfélagi

Verð
26900