

Valmynd
Berglind Guðmundsdóttir
Vigfús Bjarni Albertsson
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði sálræna þætti og tilvistarleg áhrif áfalla á líf skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að nota til að hjálpa þolendum áfalla og aðstandendum sem þurfa að vinna með þungbæra lífsreynslu.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun á námskeiðinu og virk þátttaka nemenda er því nauðsynleg.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefninu og vilja nýta það í starfi.
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson Mt.h. forstöðumaður sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar og dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði við Landspítala og prófessor í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.