

Valmynd
Guðrún Guðmundsdóttir
Hildur Halldórsdóttir
Góð samskipti á vinnustað eru grunnurinn að vellíðan á vinnustað og starfsánægju. Mikilvægt er að rödd allra heyrist og að starfsfólk upplifi jafnvægi í samskiptum sín á milli.
Á þessu námskeiði verður fjallað um faglega hegðun á vinnustað (e. professional behaviour) og hvernig hægt er að tileinka sér samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.
Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Æfingar, dæmi og umræður.
Fyrir öll þau sem vilja auka færni og vellíðan í samskiptum á vinnustað.
Guðrún og Hildur reka fyrirtækið AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að efla sig í mannauðsmálum.
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er með MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún starfaði áður sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur starfaði áður sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands og var verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Þá hefur Hildur starfað við markaðs- og kynningarmál, m.a. hjá ÍMARK og Stöð 2. Hildur er ACC vottaður markþjálfi.