Staðnámskeið

Styrkleikar og núvitund í dagsins önn

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 17. okt. - 5. des. kl. 16:30 - 18:30 (8x)

16 klst.

Steinunn Eva Þórðardóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 79.900 kr.
Snemmskráning til og með 7. október. Almennt verð 79.900 kr.
Námskeið

Einstaklingar takast daglega á við fjölmargar áskoranir sem reyna á styrkleika og geta haft áhrif á líðan. Á þessu námskeiði tvinnast saman tvær áhrifaríkar leiðir til sjálfsþroska; ástundun núvitundar og styrkleikanotkun. Saman virka báðar aðferðir betur til að bæta líðan og ná markmiðum og árangur varir lengur.

Námskeiðið er átta skipti og snýst um að miðla leiðum til að taka þátt í lífinu á dýpri hátt. Kjarninn er að ná fram betri sjálfsvitund og sjálfsuppgötvun. Í því skyni sameinast hér tvær kröftugar greinar sem eru notaðar með góðum árangri af skólum, heilbrigðisstofunum og fyrirtækjum um allan heim; núvitundarhugleiðsla og beiting persónuleikastyrkleika.

Ástundun núvitundar felur m.a. í sér að anda, ganga og tala meðvitað, stuttar formlegar æfingar, að skoða vandamál á ferskan hátt og gæskuæfingar (e. kindness).

Styrkleikanálgun felur í sér að bera kennsl á styrkleika sína og annarra, þekkja og nota auðkennisstyrkleika sína, skoða styrkleika 360°, kortlagningu styrkleika, taka styrkleikaviðtal, og fleira.

Áhersla er á æfingar sem eru gerðar heima en ræddar í tímum. Á námskeiðinu er lagður grunnur að bæði núvitundarhugleiðslu og skapgerðarstyrkleikum auk þess að kenndar eru hagnýtar leiðir til að nýta þetta tvennt saman. Þessi lærdómur gefur þátttakendum einstakan möguleika á að lifa sínu besta lífi, enduruppgötva hamingju, ná markmiðum, leysa vandamál og finna dýpri tilgang í lífinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Kjarnaviðfangsefni í hverjum tíma eru:


1. Núvitund eða sjálfstýring:
Sjálfstýring er skaðleg en aukin vitund markar nýtt upphaf. Allar breytingar byrja með aukinni vitund.

2. Styrkleikarnir þínir:
Með því að átta þig á hvað er það besta við þig opnast tækifæri til að tengjast betur bæði í vinnunni og í persónulegum samböndum. Einnig að ná að þróa betur þá vaxtarmöguleika sem þú býrð yfir.

3. Hindranir eru möguleikar:
Ástundun núvitundar og styrkleika felur í sér áskoranir. Meðal annars er fjallað um erfiðleika sem geta fylgt ástundun og dýpri vitund um litlu hlutina í lífinu.

4. Að styrkja núvitund í daglegu lífi (sterk núvitund)
Núvitund hjálpar okkur að taka eftir og næra dýpstu og bestu eiginleika okkar sjálfra og annarra. Meðvituð nýting á styrkleikum getur dýpkað og viðhaldið núvitundarástundun.

5. Að meta persónuleg sambönd þín
Það hvernig einstaklingur tengist sjálfum sér hefur áhrif á sjálfsvöxt og þroska en hefur einnig áhrif á hvernig þú tengist öðrum.

6. Vitund um hinn gullna meðalveg (í notkun styrkleika)
Núvitund auðveldar okkur að einbeita okkur beint að vandamáli og styrkleikarnir hjálpa okkur að sjá það frá nýju sjónarhorni.

7. Heilindi og gæði
Það krefst skapgerðarstyrkleika, (t.d. hugrekkis og bjartsýni) að vera sönn/sannur sjálfri/sjálfum sér og skapa sterka framtíð sem þú og aðrir njóta góðs af.

8. Þátttaka þín í lífinu
Haltu áfram að ástunda það sem hefur reynst vel. Varaðu þig á tilhneigingunni til að fara í aftur sama gamla farið, sem byggir á skorti, fókusaðu á það sem aflaga fer og er ekki gjöfult. Taktu þátt í því sem ýtir undir aukna vitund og fagnaðu því sem er sterkast og best í þér og öðrum.

Ávinningur þinn

Rannsóknir sýna fram á að ávinningur þátttakanda af sambærilegum námskeiðum er:

  • Bætt líðan og heilsa.
  • Meiri sátt með lífið.
  • Aukin þátttaka í eigin lífi.
  • Meiri tilfinningar fyrir tilgangi og merkingu með lífinu.
  • Persónulegri sambönd og samskipti batna.
  • Betri tök á streitu og vandamálum.
  • Betri sjálfsstjórn.

Fyrir hverja

Engar forkröfur, öll geta mætt og haft gagn af námskeiðinu. Ef þú hefur áður tekið núvitundar- eða styrkleikanámskeið, getur þetta hjálpað þér  að fara dýpra með það.

Nánar um kennara

Steinunn Eva er með meistarapróf í lýðheilsu, diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og er einnig markþjálfi. Hún er reyndur framhaldsskólakennari í sálfræði, en hefur einnig notað aðferðir jákvæðrar sálfræði í leik-og grunnskólum, m.a. með börnum með erfiða hegðun. Steinunn Eva er með vottun frá VIA stofnuninni um að hún sé hæf til að kenna námskeiðið sem á ensku kallast MBSP eða Mindfulness Based Strength Practice og hefur kennt það nokkrum sinnum. Hún er ein af fáum í heiminum sem má kalla sig MBSP Charter Member sem er heiðurstitill þeirra sem voru fyrst til að fá þessa vottun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Styrkleikar og núvitund í dagsins önn

Verð
79900