

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 14. okt. kl. 14:00 - 16:00 og fim. 16. okt. kl. 14:00 - 17:00 (2x)
Elísa Guðnadóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Fer of mikill tími hjá þér á hverjum degi í að takast á við erfiða hegðun? Situr þú eftir með þá tilfinningu í lok dags að þú hafir ekki náð að koma námsefninu nógu vel til skila eða jafnvel vonleysi, depurð, þreytu eða óánægju? Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig! Því á þessu námskeiði fá þátttakendur verkfæri til að snúa þessum vítahring við og byggja þannig upp jákvæða menningu og andrúmsloft í kennslustofunni með hagnýtum, einföldum og jákvæðum aðferðum fyrir bekkinn í heild.
Markmið námskeiðsins er tvíþætt:
1) Að þátttakendur átti sig á og skilji hvað ýtir undir og viðheldur erfiðri hegðun hjá einstaka nemendum og hópnum í heild.
2) Að þátttakendur fái í hendurnar verkfæri sem auka líkur á jákvæðri menningu í kennslustofunni ef þau eru nýtt markvisst. Lögð verður áhersla á jákvæðar hegðunar- og bekkjarstjórnunaraðferðir þar sem notkun slíkra aðferða skilur eftir sig meiri tíma til að kenna námsefnið og betri líðan nemenda og kennara í lok hvers skóladags en ef áherslan er á að slökkva elda og losna þannig við erfiða hegðun.
Þar sem kennarar hafa ekki mikinn tíma í að nota flóknar og yfirgripsmiklar aðferðir verður lögð áhersla á að kynna aðferðir sem eru einfaldar í framkvæmd og ná til nemendahópsins í heild sinni. Námskeiðið byggist upp á fræðslu, umræðum og verkefnavinnu.
Starfsfólk grunnskóla (kennarar, stuðningsfulltrúar, sérkennarar, þroskaþjálfar, sérkennslustjórar og stigsstjórar). Ráðgjafar sveitarfélaga sem veita ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla.
Elísa Guðnadóttir útskrifaðist sem sálfræðingur frá HÍ árið 2008, úr sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá EHÍ árið 2019 og hlaut nafnbótina sérfræðingur í klínískri barnasálfræði árið 2023. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Elísa starfaði á Sálstofunni ehf. frá árinu 2017 til ársins 2023. Þar sinnti hún meðferð, ráðgjöf og greiningum vegna hegðunar- og tilfinningavanda barna og unglinga ásamt því að sinna námskeiðahaldi fyrir börn, foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla. Elísa starfar nú hjá Kópavogsbæ sem ráðgjafi farsældar í leikskólum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.