Staðnámskeið

Vetrargöngur - búnaður og gönguleiðir

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 15. og 22. okt. kl. 20:00 - 22:00 (2x)

4 klst.

Jónas Guðmundsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 5. október. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Styttri gönguferðir að vetrarlagi freista margra enda Ísland ein gönguleiðakista að vetrar- sem sumarlagi.

Á þessu námskeiði verður farið yfir nokkrar gönguleiðir sem henta vel til göngu að vetri til. Gefið verður yfirlit yfir þann búnað sem þarf til vetrargönguferða, allt frá fatnaði upp í hálkubrodda og annan öryggisbúnað. Kynntar verða leiðir þar sem snjóflóðahætta er ekki til staðar og síður þarf sérhæfðan vetrarbúnað eins og mannbrodda og ísaxir svo eitthvað sé nefnt.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Gönguleiðir sem henta vel til vetrargöngu.
  • Hvað þarf að hafa í huga í göngum að vetri til.
  • Helsta búnað sem þarf til gönguferða að vetrarlagi.

Ávinningur þinn

  • Þú verður mun fróðari um ýmsar gönguleiðir sem henta að vetri.
  • Þú færð í hendur fróðleik sem hjálpar þér að útbúa vetrargönguna.
  • Þú styrkir þekkingu þína á þeim búnaði sem þarf til gönguferða að vetrarlagi.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim sem áhuga hafa á göngum að vetrarlagi en ekki síður þeim sem einungis vilja fara í skemmtilegt og fróðlegt ferðalag í skólastofu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa ekki að taka neitt sérstakt með sér en gott að hafa með sér glósubók/forrit til að punkta niður þau atriði sem koma upp.

Nánar um kennara

Jónas Guðmundsson er gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur. Hann hefur leiðsagt víða um land og starfað við skála- og landvörslu. Hann hefur um árabil skrifað allnokkuð um gönguleiðir og er höfundur bókarinnar Gönguleiðir á hálendinu sem kom út hjá Sölku 2021. Sú bók var á metsölulista í sínum flokki stærsta hluta sumarsins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vetrargöngur - búnaður og gönguleiðir

Verð
22900