Staðnámskeið

Heilög orð, hrollvekjur og spádómar - skáldskapur Sigríðar Hagalín

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 10. - 24. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x)

6 klst.

Gauti Kristmannsson

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 30. september. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur er Íslendingum góðkunn. Á þessu þriggja kvölda námskeiði fær hún til liðs við sig bókmenntafræðinginn Gauta Kristmannsson og munu þau fjalla um framtíðardystópíur og sögulegan skáldskap út frá skáldsögum Sigríðar.
 

Sigríður hefur í bókum sínum velt fyrir sér framtíðinni og fortíðinni, tungumálinu og tengslum þess við völd og veruleikann sem við lifum í. Á fyrsta kvöldi námskeiðsins segir hún frá vísindaskáldsögunum Eylandi og Eldunum, á öðru kvöldinu frá Hinu heilaga orði og DEUS, og á þriðja kvöldinu fjallar hún um sögulegu skáldsöguna Hamingju þessa heims, en hún vinnur nú að framhaldi hennar.
 

Gauti Kristmannsson er bókmenntafræðingur og prófessor í þýðingarfræði, og einn helsti yfirlesari Sigríðar. Hann setur skáldsögur hennar í samhengi við vísindaskáldskap, framtíðarhrollvekjur og sögulegar skáldsögur í tímans rás.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hugmyndir, hvaðan koma þær?
  • Úrvinnslu hugmynda, heimildavinnu og ritstörfin.
  • Tengsl raunveruleika og skáldskapar.
  • Bókmenntasöguna.
  • Visku og takmörk skáldskaparins.

Ávinningur þinn

  • Innsýn í sköpunarferli rithöfundarins.
  • Fróðleikur um sögulegar skáldsögur og framtíðarskáldskap.
  • Hagnýtar og skemmtilegar upplýsingar um ritstörf.
  • Innsýn í skáldsagnaheim Sigríðar Hagalín Björnsdóttur.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um bókmenntir og ritlist.

Aðrar upplýsingar

Mælt er með því að þátttakendur hafi lesið einhver verka Sigríðar Hagalín Björnsdóttur en það er þó ekki nauðsyn.

Nánar um kennara

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er rithöfundur, blaðamaður og sagnfræðingur. Hún hefur skrifað fimm skáldsögur: Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018), Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir (2020), Hamingja þessa heims – riddarasaga (2022) og DEUS (2023). Hún vinnur nú að sjöttu skáldsögu sinni, framhaldi Hamingjunnar.
 

Gauti Kristmannsson er bókmenntafræðingur, prófessor í þýðingarfræði og deildarforseti íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér fjölda greina, bóka og þýðinga, og leggur nú lokahönd á íslenska þýðingu Töfrafjallsins eftir Thomas Mann. Hann hefur lesið yfir flestar bækur Sigríðar í handriti og afstýrt mörgum stórslysum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Heilög orð, hrollvekjur og spádómar - skáldskapur Sigríðar Hagalín

Verð
29900