Staðnámskeið

Ljósvist

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 11. og 18. okt. kl. 9:00 - 12:00

6 klst.

Anna Sigríður Jóhannsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 54.900 kr.
Snemmskráning til og með 1. október. Almennt verð 60.400 kr.
Námskeið

Dagsbirtan gerir borgarrýmið heilnæmt og lifandi. Nýting og gæði dagsbirtu eru með mikilvægustu áhrifum borgarskipulags og arkitektúrs. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á gildi dagsbirtunnar og læri að meta gæði hennar og áhrif. Jafnframt læra þátttakendur að skilja skuggavarp mannvirkja og gröf birtureikna. Námskeiðið er hugsað fyrir hönnuði skipulags og bygginga.

Á námskeiðinu verða dagsbirtugæði skilgreind og borgarrými metin út frá þeim. Dagsbirta á sér ýmis form og birtingar, hún er verkfæri hönnuða til rýmissköpunar en ekki síst nauðsynlegur miðill til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.

Ísland hefur sérstöðu hvað varðar dagsbirtu, með dimmum vetrum og björtum sumrum en ekki síst með lágum sólarvinkli sem krefst sérstakrar athygli við hönnun. Farið verður yfir það hvers vegna við þurfum að bæta dagsbirtugæði og hvernig við getum gert það í okkar sérstæða umhverfi. Leitað verður fanga í söguna, byggðaþróun Reykjavíkur og nýjustu rannsóknir til að skilja og skynja okkar nánasta umhverfi og aðferðir til að bæta það enn frekar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað er ljósvist?
  • Áhrif dagsbirtu: Umhverfisleg áhrif, samfélagsleg áhrif, áhrif á vellíðan og heilsu, efnahagsleg áhrif.
  • Verkfæri við að mæla dagsbirtu og greina: Skuggavarp og birtureiknir.
  • Dagsbirta í skipulagi.
  • Dagsbirta innanhúss.
  • Hvernig leikur með ljós getur verið skapandi og bætt lífsgæði.

Ávinningur þinn

  • Færni til að meta dagsbirtugæði út frá áherslum vistvæns umhverfis.
  • Færni til að leggja mat á dagsbirtugæði og áhrif þeirra í íslensku borgarumhverfi.
  • Færni til að lesa úr skuggavarpi og birtureikni.
  • Færni til að meta áhrif dagsbirtugæða á umhverfi, rýmisgæði og lífsgæði.
  • Þekking á sögulegri þróun byggðar Reykjavíkur út frá dagsbirtu.

Fyrir hverja

Arkitekta, skipulagsfræðinga og aðra sem koma að hönnun byggðar og ákvarðanatöku um byggðamál.

Aðrar upplýsingar

Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og með virku samtali þátttakenda. Möguleg verkefni verða í formi athugana í lifandi umhverfi og í frjálsu formi.

Nánar um kennara

Anna Sigriður er arkitekt Cand.Arch. frá Aarkitektskolen Aarhus. Hún hefur starfað sem arkitekt bæði í Þýskalandi og hér heima og var í yfir 20 ár meðeigandi VA arkitekta ehf. Meðfram arkitektastarfi hefur hún unnið að rannsóknum og kennslu allt frá árinu 2011. Dagsbirturannsóknir skapa þar sérstakan sess og í kjölfar slíkra rannsókna hefur Anna m.a. skrifað bókina „Dagsbirta sem vistvænn birtugjafi“ sem kom út árið 2014. Hún starfar nú sem Dósent við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ljósvist

Verð
54900