

Valmynd
Sigurður Ýmir Sigurjónsson
Anna Kristín B Jóhannesdóttir
Ansgar Bruno Jones
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum skilning á helstu hugtökum í menningarnæmri heilbrigðisþjónustu og færni til að beita þeirri þekkingu á vettvangi. Farið verður í hugtök sem tengjast forréttindum, stétt, stofnanatengdu ofbeldi, jaðarsetningu af ýmsum toga og hnattvæðingu.
Námskeiðið er opið öllu heilbrigðisstarfsfólki sem vill efla menningarlega hæfni sína og fá innsýn inn í reynsluheim jaðarsettra hópa.
Anna Kristín B. Jóhannesdóttir er hjúkrunarfræðingur MSc. Hún hefur starfað á krabbameinssviði lengst af en í frístundum hefur hún starfað með fólki með fíknivanda og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Anna Kristín hefur kennt áfangann Hjúkrun, menning og margbreytileiki við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands síðan 2018.
Sigurður Ýmir Sigurjónsson er hjúkrunarfræðingur sem hefur sérhæft sig í hinsegin fræðslu.
Ansgar Bruno Jones er sérfræðilæknir í heimilislækningum og svæfingalækningum og starfar í heilbrigðisskoðun innflytjenda hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.