Staðnámskeið

Menningarnæmi í heilbrigðisþjónustu

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 15. - 24. okt. kl. 17:00 - 20:00 (4x)

24 klst.

Sigurður Ýmir Sigurjónsson

Ansgar Bruno Jones

Anna Kristín B Jóhannesdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 72.900 kr.
Snemmskráning til og með 5. október. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum skilning á helstu hugtökum í menningarnæmri heilbrigðisþjónustu og færni til að beita þeirri þekkingu á vettvangi. Farið verður í hugtök sem tengjast forréttindum, stétt, stofnanatengdu ofbeldi, jaðarsetningu af ýmsum toga og hnattvæðingu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Jaðarsetningu, margþætta jaðarsetningu og heilbrigðisþjónustu.
  • Menningarnæma heilbrigðisþjónustu.
  • Hinsegin heilbrigðisþjónustu.
  • Heilbrigðisþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á hvernig menning, stétt og staða móta viðhorf fólks til heilbrigðis, veikinda og heilbrigðisþjónustu.
  • Aukin innsýn inn í reynsluheim hinna ýmsu jaðarsettu hópa í heilbrigðiskerfinu.
  • Ígrunda vel hlutverk sitt sem málsvara jaðarsettra hópa og í hverju það felur sér.

Fyrir hverja

Námskeiðið er opið öllu heilbrigðisstarfsfólki sem vill efla menningarlega hæfni sína og fá innsýn inn í reynsluheim jaðarsettra hópa.

Nánar um kennara

Anna Kristín B. Jóhannesdóttir er hjúkrunarfræðingur MSc. Hún hefur starfað á krabbameinssviði lengst af en í frístundum hefur hún starfað með fólki með fíknivanda og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Anna Kristín hefur kennt áfangann Hjúkrun, menning og margbreytileiki við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands síðan 2018. 
Sigurður Ýmir Sigurjónsson er hjúkrunarfræðingur sem hefur sérhæft sig í hinsegin fræðslu. 
Ansgar Bruno Jones er sérfræðilæknir í heimilislækningum og svæfingalækningum og starfar í heilbrigðisskoðun innflytjenda hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Menningarnæmi í heilbrigðisþjónustu

Verð
72900