Guðný Hallgrímsdóttir

Peningur kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu myndir sorgarinnar og hvernig þessar myndir snerta börn og unglinga hvert á sinn hátt út frá aldri þeirra og þroska.

Fjallað verður um viðbrögð barna og unglinga við ýmsum breytingum í lífi þeirra s.s. vegna skilnaðar, flutninga, vinamissis, dauða gæludýra og dauða nákominna. Veitt er innsýn inn í heim þeirra þegar þau upplifa sorg og missi við þessar aðstæður og hvaða úrræðum við getum beitt þeim til stuðnings.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sorg og sorgarferlið.
  • Viðbrögð barna og unglinga í sorg.
  • Að lesa í umhverfið og myndir sorgarinnar.
  • Viðbrögð okkar og úrvinnslu.
  • Úrræði til hjálpar; „skyndihjálparkassinn“.

Ávinningur þinn

  • Að gera þig læsari á viðbrögð barna og unglinga í sorg.
  • Að þekkja betur þín eigin viðbrögð.  
  • Að auka styrk þinn og getu til að mæta barni eða unglingi í sorg.
  • Að hafa á takteinum hinn „andlega skyndihjálparkassa.“

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa með börnum og unglingum, t.d. grunn- og leikskólakennurum, sérkennurum, námsráðgjöfum, þroskaþjálfum, skólahjúkrunarfræðingum, íþrótta- og tómstundastarfsmönnum og stuðningsfulltrúum.

Nánar um kennara

Guðný Hallgrímsdóttir Mth er starfandi prestur. Hún er með tvö meistarapróf í sálgæslufræðum og hefur einnig lagt stund á námsráðgjöf og fötlunarfræði. Hún hefur um þriggja áratuga reynslu af því að vinna með og mæta fólki í sorg á öllum aldri. Hún hefur skrifað bók um sorgina og ólíkar/mismunandi myndir hennar og haldið fyrirlestra víða um sorg og sorgarviðbrögð.

Verð