

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 7. apríl kl. 13:00 - 16:00
Guðný Hallgrímsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu myndir sorgarinnar og hvernig þessar myndir snerta börn og unglinga hvert á sinn hátt út frá aldri þeirra og þroska.
Fjallað verður um viðbrögð barna og unglinga við ýmsum breytingum í lífi þeirra s.s. vegna skilnaðar, flutninga, vinamissis, dauða gæludýra og dauða nákominna. Veitt er innsýn inn í heim þeirra þegar þau upplifa sorg og missi við þessar aðstæður og hvaða úrræðum við getum beitt þeim til stuðnings.
Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa með börnum og unglingum, t.d. grunn- og leikskólakennurum, sérkennurum, námsráðgjöfum, þroskaþjálfum, skólahjúkrunarfræðingum, íþrótta- og tómstundastarfsmönnum og stuðningsfulltrúum.
Guðný Hallgrímsdóttir Mth er starfandi prestur. Hún er með tvö meistarapróf í sálgæslufræðum og hefur einnig lagt stund á námsráðgjöf og fötlunarfræði. Hún hefur um þriggja áratuga reynslu af því að vinna með og mæta fólki í sorg á öllum aldri. Hún hefur skrifað bók um sorgina og ólíkar/mismunandi myndir hennar og haldið fyrirlestra víða um sorg og sorgarviðbrögð.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.