Staðnámskeið

Stjörnufræði og stjörnuskoðun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 9. - 30. okt. kl. 19:15 - 21:15 (4x) og lau. 12. og 19. okt. kl. 10:00 - 13:00 (2x). Tímasetningar stjörnuskoðunarferða verða tilkynntar sérstaklega.

16 klst.

Sævar Helgi Bragason

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 69.900 kr.
Snemmskráning til og með 30. september. Almennt verð 76.900kr.
Námskeið

Himinninn er helmingurinn af náttúrunni í kringum okkur. Á stjörnuhimninum má sjá ótal undur sem gaman er að skoða með berum augum eða sjónaukum. Á námskeiðinu verður stiklað á stóru um sólkerfið, stjörnur og vetrarbrautir, leit að lífi í geimnum og fjallað um uppruna alheimsins.
 

Hér er um að ræða kjörið námskeið fyrir forvitna á öllum aldri. Með hverju  námskeiðsgjaldi fylgir því ókeypis sæti fyrir eitt ungmenni undir 18 ára aldri.
 

Lögð verður áhersla á fyrirbæri sem sjá má með berum augum, handsjónaukum og litlum stjörnusjónaukum. Þátttakendum býðst að koma í stjörnuskoðunarferðir á Hótel Rangá þegar veður leyfir og þá býðst þátttakendum að mæta með sína eigin sjónauka til að læra á þá. 

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum þar sem hvatt er til virkrar þátttöku og umræðna.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Næturhimininn og helstu fyrirbæri sem sjá má með berum augum og sjónaukum.
  • Sjónauka og annan búnað til stjörnuskoðunar og stjörnuljósmyndunar.
  • Norðurljós og norðurljósaspár.
  • Reikistjörnurnar, fylgitungl þeirra, smástirni, halastjörnur og lofsteina í sólkerfinu okkar.        
  • Sólina, myndun, þróun og endalok stjarna, svarthol og nifteindastjörnur.
  • Fjarreikistjörnur og leitina að lífi í geimnum.
  • Vetrarbrautir, vetrarbrautaþyrpingar og hulduefni.
  • Uppruna, þróun og endalok alheimsins.

Ávinningur þinn

  • Að læra og lesa í stjörnuhiminninn og rýna í norðurljósaspár.
  • Að læra á búnað til stjörnuskoðunar.
  • Að öðlast þekkingu á sólkerfinu okkar, mismunandi tegundum stjarna, vetrarbrautum og uppruna alheimsins.
  • Að læra helstu hugtök í stjörnufræði og auðvelda þér að afla þér frekari þekkingar.
  • Að öðlast færni til að miðla þekkingu til annarra, sér í lagi ferðafólks. 

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á nóttinni, stjörnufræði og stjörnuskoðun og vilja auka þekkingu sína á viðfangsefnunum. Það hentar sérstaklega vel leiðsögufólki og kennurum á öllum skólastigum sem vilja bæta við þekkingu sína. 
Ekki eru gerðar kröfur um fyrri þekkingu þátttakenda á viðfangsefninu.

Aðrar upplýsingar

Stuðst verður við bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason. 
Annað ítarefni er á stjornufraedi.is

Nánar um kennara

Sævar Helgi Bragason hefur áralanga reynslu af kennslu og miðlun stjarnvísinda. Hann hefur bakgrunn í stjörnufræði og jarðfræði en hefur lengst af starfað við að miðla vísindum til barna og fullorðinna. Hann er umsjónarmaður Nýjasta tækni og vísindi á RÚV, tíður gestur í fjölmiðlum landsins að tala um vísindi og höfundur fjölda bóka um vísindi fyrir börn og fullorðna. Sævari finnst fátt skemmtilegra en að góna upp í heiðskíran næturhimininn og sýna öðrum undrin sem þar leynast.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjörnufræði og stjörnuskoðun

Verð
69900