Staðnámskeið

Lifðu í sátt - lærðu að nota aðferðir ACT

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 7. okt. - 11. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (6x)

12 klst.

Hjördís Inga Guðmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 54.900 kr.
Snemmskráning til og með 27. september. Almennt verð 60.400 kr.
Námskeið

ACT (Acceptance and Commitment Therapy) er eitt örast vaxandi gagnreynda meðferðarformið í heiminum í dag. Það telst til þriðju bylgju hugrænnar atferlismeðferðar og miðar að því að auka sálfræðilegan sveigjanleika. ACT byggir á þeirri kenningu að í stað þess að bæla eða forðast sársaukafulla atburði séu núvitund og sátt sveigjanlegri viðbrögð gagnvart áskorunum lífsins.

Á námskeiðinu sem spannar sex vikur verður lögð áhersla á að kynna fyrir þátttakendum sálfræðilegan sveigjanleika til að auka þrautseigju og seiglu.

Með því að upplifa hugsanir, líkamleg viðbrögð og tilfinningar á sveigjanlegri hátt er hægt að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra.

Á námskeiðinu er fjallað um

Þú munt læra að:

  • Láta hluti gerast með skuldbindingu.
  • Öðlast frelsi með því að nota sjálfan þig sem samhengi.
  • Búa til fókus, sveigjanleika og lífsfyllingu með því að tengjast núinu.
  • Aftengjast hugsunum.
  • Verða sveigjanlegri með persónuleg gildi.
  • Valdefla þig í gegnum sátt.

Ávinningur þinn

  • Aukin hugræn þrautsegja og seigla .
  • Leiðir til að þróa og styrkja sálfræðilega sátt.
  • Að vera meira til staðar í núinu. 
  • Hvernig megi koma í veg fyrir að hugrænar takmarkanir stoppi þig.
  • Leiðir til þess að nálgast gildin þín.

Fyrir hverja

Námskeiðið gagnast öllum sem hafa áhuga á að læra nýjar leiðir til að takast á við sjálfa sig og áskoranir í lífinu.

Nánar um kennara

Hjördís Inga Guðmundsdóttir hefur sérhæft sig í einstaklingsmeðferð fullorðinna. Hefur hún unnið umtalsvert með kvíða, þunglyndi, áráttu og þráhyggju og áfallastreitu. Hjördís var í nokkur ár verkefnastjóri áfallahjálpar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Vann einnig á Heilsugæslunni Sólvangi frá 2018-2022 og hefur rekið sína eigin stofu frá því 2013. Frá því að hún hóf störf hefur Hjördís haldið ótal námskeið og fyrirlestra um fjölda viðfangsefna (t.d. almennt HAM námskeið, sálrænan stuðning, Klókir krakkar, Streitueinkenni og kulnun, o.s.frv.)

Hjördís Inga hefur lokið sérmenntun í hugrænni atferlismeðferð, ACT (acceptance and commitment therapy) og hugrænni úrvinnslumeðferð. Hjördís lauk B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, diploma í Alþjóða samskiptum frá Háskóla Íslands árið 2009 og MSc í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Árið 2019 lauk hún svo tveggja ára sérnámi í Hugrænni atferlismeðferð og á árunum 2020 og 2021 lauk hún  tveimur viðbótarnámskeiðum í Acceptance and commitment therapy. Árið 2021 hlaut Hjördís titilinn Sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna frá Landlækni. Árið 2023 hóf Hjördís 2 ára sérfræðinám í ACT í Danmörku.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lifðu í sátt - lærðu að nota aðferðir ACT

Verð
54900