

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 7. og 14. maí kl. 17:15 - 20:45 (2x)
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu er fjallað um heilann og hugarstarf. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi. Einnig að þeir öðlist betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika og læri leiðir til að þjálfa hugann og efla heilaheilsu.
Hugræn geta á við um starfsemi heilans sem gerir okkur kleift að vera virk í daglegu lífi; heima, í vinnu og í samskiptum. Áhersla á heilaheilsu hefur verið að aukast síðustu áratugina og rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi ýmissa leiða til að þjálfa heilann og viðhalda góðri heilaheilsu út lífið. Hugræn þjálfun hefur verið rannsökuð víða og er nú í boði sem meðferð fyrir ýmsa hópa.
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um heilaheilsu og leiðir til að þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt.
Ólína G. Viðarsdóttir er með BA-próf og kandídatspróf í sálfræði auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Ólína hugræna getu og áhrif hugrænnar endurhæfingar á hugræna getu, líðan og færni í daglegu lífi. Ólína er eigandi Heilaheilsu ehf. og starfar einnig sem verkefnastjóri í geðþjónustu Landspítala. Auk þess sinnir Ólína gestakennslu við Háskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.