

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 12. og fim. 13. mars kl. 13:00 - 15:00 (2x)
Sigrún Sigurðardóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Á þessu stutta og hnitmiðaða námskeiði er áhersla lögð á fræðslu um skilgreiningar og forvarnir sálrænna áfalla. Fjallað er um helstu einkenni sem geta komið fram sem og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Skoðaðar eru þær leiðir sem einstaklingar geta valið við úrvinnslu og meðferð. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og leiðir til að stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Einnig er skoðað er hvað felst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu.
Heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í skólum, viðbragðsaðila, starfsfólk í dómskerfinu.
Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.