

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 3. sept. - 10. des. kl. 19:00-22:00 (16x) Helgarlota 3. - 5. okt. með gistingu á landsbyggðinni.
Fríða Ísberg
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Melkorka Ólafsdóttir
Þóra Hjörleifsdóttir
Þórdís Helgadóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeiðið Ritlist er í samstarfi við Svikaskáld, sex kvenna skáldakollektív. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsöguna Olíu (2021) sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þær hafa haldið fjölmargar ritsmiðjur fyrir ungt fólk og staðið fyrir mánaðarlegum ljóðakvöldum í Gröndalshúsi.
Á ritlistarnámskeiði Svikaskálda munu nemendur kynnast fjölbreyttum hliðum skapandi skrifa og læra að nýta hin ýmsu tól úr verkfærakistu rithöfundarins. Námið skiptist í vinnustofur, heimaverkefni, þátttöku í rithringjum og tilsögn í upplestri. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku, en þar fyrir utan vinna nemendur í textum sínum heima. Nemendur skila reglulega verkefnum til ritvina og kennara. Með ritvina fyrirkomulagi fá nemendur þjálfun í að veita og taka á móti gagnlegri endurgjöf og mynda samfélag skrifandi fólks. Námskeiðinu lýkur á upplestrarkvöldi og viðtalstíma með kennara þar sem nemendur fá ítarlega endurgjöf á skilaverkefni. Nemendur munu að námskeiði loknu hafa í handraðanum úrval af ólíkum textum sem gætu nýst fólki sem hefur hug á að sækja um frekara ritlistarnám á háskólastigi eða sem efniviður í áframhaldandi skrif.
Á námskeiðinu verður farið í ritlistar vinnuhelgi að hætti Svikaskálda á Sólheima í Grímsnesi. Gisting í tvær nætur og hádegis- og kvöldverður er innifalið í verði námskeiðsins.
Ritlistarnámskeið Svikaskálda hentar þeim sem vilja öðlast meira sjálfstraust í eigin skrifum og kynnast ólíkum gerðum texta. Námskeiðið hentar þeim sem vilja sökkva sér í eigin ritstörf og skerpa rödd sína sem rithöfundar.
Mið. 3. sept. Upphaf, kveikjur og skrif
Mið. 10. sept. Líf listamannsins, að sækja sér innblástur. Skipað í ritvinnuhópa
Mið. 17. sept.,24. sept. og 1. okt. Prósi- tækni, lestur, skrif og deiling
Fös. 3. okt- sun. 5.okt. Helgarferð í anda Svikaskálda (gisting og hádegis og kvöldverðir innifalið í verði námskeiðsins.)
Mið. 8. og 15. okt. Ljóð- tækni, lestur, skrif og deiling
Mið. 22. og 29. okt. Óskáldaður texti (non fiction) - minningar, ferðasögur, esseyjur
Mið. 5. og 12. nóv. Leikurinn – raddir og samtöl, ósjálfráð skrif, súrrealísk skrif og pönk.
Texti sem listform
Mið. 19. nóv. Útgáfuferlið, sjálfsútgáfa og samstarf með forlögum, hvernig kemur rithöfundur sér á framfæri? Endurskrif og ritstjórn. Skil á verkefni.
Mið. 26. nóv. Framkoma og upplestur - þjálfun.
Mið. 3. des. Endurgjöf á skilaverkefni. Hópsamtöl.
Mið. 10. des. Lokakvöld - upplestur
Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarkona og rithöfundur.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðslistakona og rithöfundur.
Sunna Dís Másdóttir, rithöfundur og ritstjóri.
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur.
Þórdís Helgadóttir, rithöfundur og leikskáld.
Fríða Ísberg, rithöfundur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.