Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ásta í Þjóðleikhúsinu

Seiðandi og ágeng Reykjavíkursaga
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 7. október
Almennt verð 5.300 kr. 4.800 kr.
Nýtt

Sun. 17. okt. kl. 16:00 - 18:00, í Kassanum við Lindargötu

2 klst.

Fyrirlesarar eru Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir doktorar í íslenskum samtímabókmenntum og Ólafur Egill Egilsson höfundur leikverks og leikstjóri

Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19

Námskeið

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Í september frumsýnir leikhúsið sýningu sem byggð er á ögrandi list og listríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur. Listakonan Ásta var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar og myndlist hennar og ritverk vöktu ýmist aðdáun eða hneykslun. Í tengslum við sýninguna er boðið upp á þetta stutta námskeið sem hentar bæði þeim sem þegar hafa séð sýninguna sem og þeim sem ekki hafa séð hana.

Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.

Á námskeiðinu fjalla þær Guðrún og Sigrún Margrét um ævi og höfundarímynd Ástu, skáldskap hennar og sérstöðu í íslenskri bókmenntasögu. Litið verður yfir rithöfundarferil hennar og til dæmis vikið að því hvernig sögur hennar tala beint inn í samtímann. Að því loknu mun Ólafur Egill fjalla um það hvernig sögur, ljóð, myndlist og líf skáldkonunnar Ástu verða að leikverki.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ásta í Þjóðleikhúsinu

Verð
5300

<span class="fm-plan">&Iacute; september frums&yacute;nir leikh&uacute;si&eth; s&yacute;ningu sem bygg&eth; er &aacute; &ouml;grandi list og listr&iacute;ku l&iacute;fshlaupi &Aacute;stu Sigur&eth;ard&oacute;ttur. Listakonan &Aacute;sta var lifandi go&eth;s&ouml;gn &iacute; b&aelig;jarl&iacute;fi Reykjav&iacute;kur um mi&eth;bik s&iacute;&eth;ustu aldar og myndlist hennar og ritverk v&ouml;ktu &yacute;mist a&eth;d&aacute;un e&eth;a hneykslun. &Iacute; tengslum vi&eth; s&yacute;ninguna er bo&eth;i&eth; upp &aacute; &thorn;etta stutta n&aacute;mskei&eth; sem hentar b&aelig;&eth;i &thorn;eim sem &thorn;egar hafa s&eacute;&eth; s&yacute;ninguna sem og &thorn;eim sem ekki hafa s&eacute;&eth; hana.</span>