Fjarnámskeið

Siðareglur og endurskoðendur

- í breyttum heimi samskipta
Verð 21.900 kr.
Nýtt

Þri. 12. des. kl. 9:00 - 11:00

2 klst.

Sigurjón G. Geirsson, endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Námskeið haldið í samstarfi við FIE (Félag um innri endurskoðun).

Í farvatninu eru vaxandi kröfur um aðkomu endurskoðanda, bæði innri og ytri endurskoðanda, að því að staðfesta ófjárhagslega upplýsingagjöf um sjálfbærni og aðra óefnislega virðisþætti. Í þessum nýju verkefnum og áskorunum mun reyna mikið á að grundvallarreglum um hlutlægni, heilindi og kostgæfni sem fjallað er um í siðareglum sé fylgt.

Á þessu námskeiði verður farið í þessa þætti og lögð áhersla á þær nýju áherslur og áskoranir sem hafa orðið til í breyttum heimi.

Námskeið þetta gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.

Á námskeiðinu er fjallað um

Almennt um siðareglur starfstétta.
Fagmennsku og um hlutverk endurskoðanda.
Siðareglur endurskoðenda og innri endurskoðanda.
Breytingar, áskoranir og endurskoðunarnefndir.


Ávinningur þinn

Aukin þekking á siðareglum endurskoðenda og mikilvægi þeirra.
Aukinn skilningur á nýjum áskorunum varðandi óefnislega virðisþætti.
Námskeið gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.

Nánar um kennara

Sigurjón G. Geirsson er endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og
Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Siðareglur og endurskoðendur

Verð
21900

<span class="fm-plan">&Iacute; farvatninu eru vaxandi kr&ouml;fur um a&eth;komu endursko&eth;anda, b&aelig;&eth;i innri og ytri endursko&eth;anda, a&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; sta&eth;festa &oacute;fj&aacute;rhagslega uppl&yacute;singagj&ouml;f um sj&aacute;lfb&aelig;rni og a&eth;ra &oacute;efnislega vir&eth;is&thorn;&aelig;tti. &Iacute; &thorn;essum n&yacute;ju verkefnum og &aacute;skorunum mun reyna miki&eth; &aacute; a&eth; grundvallarreglum um hlutl&aelig;gni, heilindi og kostg&aelig;fni sem fjalla&eth; er um &iacute; si&eth;areglum s&eacute; fylgt.</span>