

Valmynd
Þri. 12. des. kl. 9:00 - 11:00
Sigurjón G. Geirsson, endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki.
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Námskeið haldið í samstarfi við FIE (Félag um innri endurskoðun).
Í farvatninu eru vaxandi kröfur um aðkomu endurskoðanda, bæði innri og ytri endurskoðanda, að því að staðfesta ófjárhagslega upplýsingagjöf um sjálfbærni og aðra óefnislega virðisþætti. Í þessum nýju verkefnum og áskorunum mun reyna mikið á að grundvallarreglum um hlutlægni, heilindi og kostgæfni sem fjallað er um í siðareglum sé fylgt.
Á þessu námskeiði verður farið í þessa þætti og lögð áhersla á þær nýju áherslur og áskoranir sem hafa orðið til í breyttum heimi.
Námskeið þetta gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.
Almennt um siðareglur starfstétta.
Fagmennsku og um hlutverk endurskoðanda.
Siðareglur endurskoðenda og innri endurskoðanda.
Breytingar, áskoranir og endurskoðunarnefndir.
Aukin þekking á siðareglum endurskoðenda og mikilvægi þeirra.
Aukinn skilningur á nýjum áskorunum varðandi óefnislega virðisþætti.
Námskeið gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.
Sigurjón G. Geirsson er endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og
Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Í farvatninu eru vaxandi kröfur um aðkomu endurskoðanda, bæði innri og ytri endurskoðanda, að því að staðfesta ófjárhagslega upplýsingagjöf um sjálfbærni og aðra óefnislega virðisþætti. Í þessum nýju verkefnum og áskorunum mun reyna mikið á að grundvallarreglum um hlutlægni, heilindi og kostgæfni sem fjallað er um í siðareglum sé fylgt.</span>