Stað- og fjarnámskeið

Fjármál og rekstur

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 24. september
Almennt verð 346.500 kr. 315.000 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Námskeiðið hefst 4. október og lýkur 29. nóvember 2024

60 klst.

Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur, Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og Jón Arnar Baldurs, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu er lögð er áhersla á arðsemi og val á mismunandi leiðum við ábyrga stjórnun fjármuna og stýringu verkefna. Þátttakendur munu kynnast fjölbreyttum aðferðum til að takast á við helstu verkefni sem koma við sögu í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið skiptist að mestu leyti í þrjá megin hluta:
1. Skipulag og stjórnun
2. Bókhald og ársreikninga
3. Fjármálastjórnun

Námskeiðinu er ætlað að veita góða innsýn inn í þessa þrjá lykilþætti rekstar. Námskeiðið er hugsað fyrir aðila sem hafa ekki endilega menntun á sviði viðskipta en eru að taka skref eða ábyrgð í þá átt. Námskeiðið nýtist einnig vel fyrir þau sem vilja kynna sér þennan vettvang og öðlast meiri skilning á fjármálum og rekstri.

Í fyrsta hluta verður farið yfir skipulag fyrirtækja, hvaða tegundir skipulags henti mismunandi ytri aðstæðum og hvað einkennir fyrirtæki á mismunandi aldursskeiði þeirra. Þá verður farið yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvægustu verkefnin eru forgangsröðuð og meðhöndluð. Einnig verður farið í stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Þá verður kenndur grunnurinn í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum. Lögð er áhersla á virkni þátttakenda og gerðar verða hagnýtar æfingar til að leggja áherslu á mikilvægustu atriði við stýringu verkefna.

Í hluta tvö verður farið í grunnatriði við fyrirkomulag reikningshalds. Skýrður munurinn á rekstrarbókhaldi og fjárhagsbókhaldi. Í tengslum við rekstrarbókhaldið verður einkum fjallað um eðli og hegðun kostnaðar og verkbókhald. Einnig fjallað um hugtakið hagkvæmni. Hvað varðar fjárhagsbókhaldið þá verður lögð áhersla á lestur ársreikninga, uppbyggingu þeirra og innbyrðis samhengi. Einnig kynntar helstu aðferðir við greiningu þeirra, þ.e. „að lesa á milli línanna“ í ársreikningi.

Í síðasta hluta námskeiðsins er farið yfir stjórnun fjármála, fjármögnun og áætlanagerð hvort heldur fyrir verkefni eða fyrirtæki. Þá verður farið yfir helstu hugtök í kostnaðargreiningu, kennitölur rekstra, áhættumat og virðisgreiningu. Farið verður í mat á fjárfestingum, framlegð og vextir og aðferð núvirðingar beitt. Þá verður farið yfir helstu aðferðir og sjónarhorn við verðmat fyrirtækja. Unnin eru lítil verkefni til að kynna og þjálfa helstu hugtök og aðferðir og umræður tengdar við dagleg verkefni eða störf þátttakenda sem það kjósa.

Námskeiðið byggir annars vegar á netfyrirlestrum og hins vegar á vinnustofum í kennslustofu.
Notað er námsumsjónarkerfið Canvas þar sem þátttakendur fá aðgang að upptökum af fyrirlestrum hvers kennara og öðru námsefni námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hlýði á tilteknar upptökur til að undirbúa sig fyrir hverja vinnustofu.

Vinnustofur námskeiðsins verða sem hér segir:
- Lau. 12. okt. kl. 9:00 - 15:00 - Einar Birkir Einarsson
- Lau. 26. okt. kl. 9:00 - 15:00 - Bjarni Frímann Karlsson
- Lau. 9. nóv. kl. 9:00 - 15:00 - Jón Arnar Baldurs
- Fös. 29. nóv. kl. 14:00 - 18:00 - kynning á lokaverkefnum

Á námskeiðinu er fjallað um

Fjárhagsáætlanir: gerð og hlutverk fjárhagsáætlana í verkefnisstjórnun.
Kostnaðargreining: fastur/breytilegur, beinn/óbeinn kostnaður, framlegð, kennitölur, útdeiling stjórnunarkostnaðar í verkefnum eftir ABC kostnaðar-módeli.
Ársreikningur: uppbygging og helstu grunnreglur og forsendur, rekstrargrunnur/greiðslugrunnur, matsreglur um verðmæti eigna, efnislegra sem óefnislegra, og í því samhengi t.d. afskriftir og virðisrýrnun.
Áætlanagerð: aðfangamiðuð/árangursmiðuð rekstraráætlun, launatengd gjöld og greiðsluáætlun.
Áhættugreining: mikilvægi þess að fylgjast með áhættu í verkefnum.
Fjárfestingarkostir: val á fjárfestingakostum og mismunandi leiðum í verkefninu.
Verkbókhald: utanumhald verkefna og arðsemi.
Stýring verkefna: markmið, framkvæmd og eftirfylgni verkefna ásamt ferlum og ferlastjórnun.

Ávinningur þinn

Þekkir helstu hugtök og kenningar í fjármálafræðum og kunnir að beita þeim í daglegum rekstri
Hafir tileinkað þér ábyrga stjórnun fjármuna við stýringu verkefna.
Þekkir aðferðir við gerð fjárhagsáætlana, kostnaðargreininga og getir nýtt þær við ákvarðanatöku.
Þekkir og skilur uppbyggingu ársreiknings og kannt að finna og lesa úr mikilvægum upplýsingum sem þar er að finna.
Öðlast færni í áætlanagerð og þekkir muninn á aðfangamiðaðri og árangursmiðaðri rekstraráætlun.
Hafir þekkingu á helstu aðferðum verkefnastjórnunar ásamt ferlum og ferlastjórnun.
Þekkir árangursríkar leiðir til markmiðasetningar, áætlun um framvindu og eftirlit með árangri verkefna.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námskeiðið hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf.

Nánar um kennara

Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og f.v. lektor við Viðskiptafræðideild HÍ, Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með B.Sc. og M.Sc. í hljóðverkfræði og Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjármál og rekstur

Verð
346500

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er l&ouml;g&eth; er &aacute;hersla &aacute; ar&eth;semi og val &aacute; mismunandi lei&eth;um vi&eth; &aacute;byrga stj&oacute;rnun fj&aacute;rmuna og st&yacute;ringu verkefna. &THORN;&aacute;tttakendur munu kynnast fj&ouml;lbreyttum a&eth;fer&eth;um til a&eth; takast &aacute; vi&eth; helstu verkefni sem koma vi&eth; s&ouml;gu &iacute; rekstri fyrirt&aelig;kja og stofnana.<br/><br/>N&aacute;mskei&eth;i&eth; skiptist a&eth; mestu leyti &iacute; &thorn;rj&aacute; megin hluta:<br/>1. Skipulag og stj&oacute;rnun<br/>2. B&oacute;khald og &aacute;rsreikninga<br/>3. Fj&aacute;rm&aacute;lastj&oacute;rnun<br/><br/></span>