Fjarnámskeið

Áhættustýring og afleiðuvarnir

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 25. nóvember
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Fim. 5. des. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Eggert Þ. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Markviss áhættustýring dregur úr áhættu í rekstri fyrirtækja og eykur þannig virði þeirra. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu og færni í notkun á helstu áhættuvörnum sem notaðar eru á innlendum fjármálamarkaði.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði áhættustýringar, með það að markmiði að þátttakendur séu betur í stakk búnir að greina áhættur í rekstri fyrirtækja. Farið verður yfir helstu tegundir af áhættuvörnum og fjallað sérstaklega um afleiður. Námskeiðið er sniðið að innlendum aðstæðum og þeim áhættuvörnum sem fyrirtækjum hér á landi standa helst til boða.

Á námskeiðinu er fjallað um

Grunnatriði áhættustýringar.
Áhættuvarnir og áhrif þeirra.
Helstu tegundir afleiða.
Gjaldeyrismarkað og íslensku krónuna.

Ávinningur þinn

Aukin meðvitund um áhættu í rekstri.
Aukin þekking á helstu tegundum afleiða og hvernig þær eru notaðar til að stýra áhættu.
Aukin þekking á áhættuvörnum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, greinendum og hagfræðingum sem koma að ákvörðunum um rekstur og fjármál fyrirtækja. Enn fremur nýtist það þeim sem vilja auka skilning sinn á áhættuvörnum.

Þetta námskeið hefur verið samþykkt af prófnefnd verðbréfaréttinda og veitir 3 klst. í endurmenntun vegna verðbréfaréttinda.

Nánar um kennara

Eggert Þ. Þórarinsson er aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hann er vélaverkfræðingur frá HÍ, hefur meistaragráðu í fjármálum frá University of Cambridge og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhættustýring og afleiðuvarnir

Verð
32900

<span class="fm-plan">Markviss &aacute;h&aelig;ttust&yacute;ring dregur &uacute;r &aacute;h&aelig;ttu &iacute; rekstri fyrirt&aelig;kja og eykur &thorn;annig vir&eth;i &thorn;eirra. Markmi&eth;i&eth; me&eth; n&aacute;mskei&eth;inu er a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur &ouml;&eth;list &thorn;ekkingu og f&aelig;rni &iacute; notkun &aacute; helstu &aacute;h&aelig;ttuv&ouml;rnum sem nota&eth;ar eru &aacute; innlendum fj&aacute;rm&aacute;lamarka&eth;i.</span>