Staðnámskeið

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hagnýt nálgun og yfirferð á helstu skyldum samkvæmt lögum
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 28. október
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Fim. 7. nóv. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Þórir Helgi Sigvaldason lögmaður og Kristinn Svansson lögmaður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Eru þínir starfsmenn meðvitaðir um þeirra skyldur samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Með tilkomu nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka voru stórauknar skyldar lagðar á herðar aðila eins og fasteignasala, bifreiðasala, bókara og endurskoðenda. Eftirlit með málaflokknum hefur aukist og hafa fjölmargir aðilar verið beittir sektum fyrir að innleiða ekki reglurnar með fullnægjandi hætti, þ.á m. vegna skorts á þjálfun starfsmanna.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu skyldur samkvæmt lögunum og hvernig tryggja megi hlítni við þær. Efnið verður nálgast með praktískum hætti og m.a. farið yfir hvað einkennir gott áhættumat, hvernig skuli framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á regluverkinu og hvernig megi fullnægja skyldum samkvæmt því. Með þátttöku í námskeiðinu má fullnægja lagaskyldu um fræðslu starfsmanna.

Á námskeiðinu er fjallað um

Peningaþvætti með almennum hætti og sögu regluverksins.
Skylduna til að framkvæma áhættumat á rekstri.
Skylduna til að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum.
Tilkynningarskyldu vegna grunsamlegra viðskipta.

Ávinningur þinn

Öðlast þekkingu og skilning á helstu reglum sem gilda um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hvernig þeim er beitt .
Öðlast þekkingu á helstu hugtökum regluverksins og praktískan skilning á því hvernig helstu skyldum þess er fullnægt í daglegu starfi
Öðlast staðfestingu á þátttöku í fræðslu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem uppfyllir lagakröfu peningaþvættislöggjafarinnar

Fyrir hverja

Starfsmenn tilkynningarskyldra aðila, svo sem:
Starfsmenn fjármálafyrirtækja.
Lögmenn og starfsmenn lögmannsstofa.
Fasteignasalar og starfsmenn þeirra.
Starfsmenn bifreiðaumboða og bílasala.
Leigumiðlarar.
Listmunasalar og listmunamiðlarar.
Skartgripa- og gullsalar.
Endurskoðunarfyrirtæki og endurskoðendur.
Bókarar.

Nánar um kennara

Þórir Helgi Sigvaldason er lögmaður með víðtæka reynslu af ráðgjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hefur meðal annars komið að ráðgjöf til félagasamtaka, fjártæknifyrirtækja og annarra fyrirtækja í málaflokknum. Þórir hefur ritað fræðigreinar um efnið og jafnframt haldið fyrirlestra og námskeið fyrir starfsmenn tilkynningarskyldra aðila.

Kristinn Svansson er starfandi lögfræðingur og hefur í störfum sínum veitt ráðgjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, hvoru tveggja sem ábyrgðarmaður peningaþvættis fjármálafyrirtækis sem og til fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka. Þá hefur Kristinn jafnframt veitt fjölmörgum fyrirtækjum ráðgjöf í málaflokknum.

Aðrar upplýsingar

Gott væri ef þátttakandi kynnti sé efni laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Verð
32900

<span class="fm-plan">Eru &thorn;&iacute;nir starfsmenn me&eth;vita&eth;ir um &thorn;eirra skyldur samkv&aelig;mt l&ouml;gum um a&eth;ger&eth;ir gegn peninga&thorn;v&aelig;tti og fj&aacute;rm&ouml;gnun hry&eth;juverka? <br/>Me&eth; tilkomu n&yacute;rra laga um a&eth;ger&eth;ir gegn peninga&thorn;v&aelig;tti og fj&aacute;rm&ouml;gnun hry&eth;juverka voru st&oacute;rauknar skyldar lag&eth;ar &aacute; her&eth;ar a&eth;ila eins og fasteignasala, bifrei&eth;asala, b&oacute;kara og endursko&eth;enda. Eftirlit me&eth; m&aacute;laflokknum hefur aukist og hafa fj&ouml;lmargir a&eth;ilar veri&eth; beittir sektum fyrir a&eth; innlei&eth;a ekki reglurnar me&eth; fulln&aelig;gjandi h&aelig;tti, &thorn;.&aacute; m. vegna skorts &aacute; &thorn;j&aacute;lfun starfsmanna.</span>