Valmynd
Þri. 26. sept. kl. 9:00 - 12:00
Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Rekstraraðilar þurfa að skrá sig á virðisaukaskattsskrá þegar umsvif þeirra fara yfir ákveðin mörk. Það þarf að hafa ýmis atriði í huga þegar kemur að uppgjöri á virðisaukaskatti og reglur oft á tíðum flóknari en gera má ráð fyrir við fyrstu sýn. Víða geta því leynst hættur og þess vegna er bæði gott og stundum nauðsynlegt að rifja upp þær reglur sem um þetta gilda.
Á námskeiðinu verður fjallað um virðisaukaskatt, virðisaukaskattsskyldu og hvaða kröfur aðilar þurfa að uppfylla varðandi skil á virðisaukaskatti. Farið verður yfir undanþágur varðandi innheimtu virðisaukaskatts. Einnig verður fjallað um þá sölu sem er undanþegin skattskyldri veltu og virðisaukaskatt við innflutning og útflutning. Fjallað verður um virðisaukaskattshlutföll, uppgjör virðisaukaskatts - sem og áhrif af vanskilum á greiðslu hans o.fl. sem viðkemur virðisaukaskatti.
Virðisaukaskatt almennt.
Virðisaukaskattsskyldu aðila.
Skráningu á virðisaukaskattsskrá.
Undanþegna starfsemi.
Breytingar á reglum um virðisaukaskatt.
Skattskylda veltu og uppgjör virðisaukaskatts.
Útskatt og innskatt.
Mismunandi skatthlutföll.
Innheimtu og skil á virðisaukaskatti.
Áhrif vanskila á virðisaukaskatt.
Betri innsýn í virðisaukaskattskerfið.
Upplýsingar um stöðu mála varðandi virðisaukaskatt í dag.
Betri skilningur á hvernig uppgjöri og skilum á virðisaukaskatti er háttað.
Upplýsingar um áhrif vanskila á virðisaukaskatt.
Endurskoðendur, viðurkennda bókara, sjálfstætt starfandi bókhaldsfólk, fjármálastjóra, fólk sem vinnur í uppgjöri innan fyrirtækja.
Jón Arnar Baldurs er aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Rekstraraðilar þurfa að skrá sig á virðisaukaskattsskrá þegar umsvif þeirra fara yfir ákveðin mörk. Það þarf að hafa ýmis atriði í huga þegar kemur að uppgjöri á virðisaukaskatti og reglur oft á tíðum flóknari en gera má ráð fyrir við fyrstu sýn. Víða geta því leynst hættur og þess vegna er bæði gott og stundum nauðsynlegt að rifja upp þær reglur sem um þetta gilda.</span>