

Valmynd
Fim. 22. feb. kl. 9:00 - 12:00
Einar Birkir Einarsson, M.Sc. í rafmagnsverkfræði og er sérfræðingur í upplýsingatæknimálum ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Netglæpir eru fylgifiskar fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar stafvæðingar í þjónustu og viðskiptum. Einungis brot af þessum glæpum eru upprættir eða tilkynntir til lögreglu af ótta þeirra sem fyrir verða við álitshnekki eða annan ímyndarskaða. Er þitt fyrirtæki eða stofnun með varnir til að vernda mikilvægustu upplýsingar og gögn fyrir netárásum?
Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp varnir gegn þessum ört vaxandi vágesti.
Á námskeiðinu verður farið yfir eðli netglæpa og hvernig þeir birtast í daglegu lífi okkar, auk þess sem farið verður yfir helstu veikleika í starfsemi fyrirtækja og stofnana sem netglæpamenn nýta sér. Rætt verður um hvaða þættir eru mikilvægastir varðandi varnir gegn netglæpum og hvernig raunhæft er að fyrirbyggja þá.
Farið verður yfir lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, sem gjarnan eru nefnd NIS-tilskipunin, með það að markmiði að gera hana aðgengilega og skiljanlega fyrir leikmenn. Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða verkfæri og verklag er best í baráttunni við netglæpi.
Lögð er áhersla á að námskeiðið sé hagnýtt og að þátttakendur fái þekkingu á þessu sviði sem þeir geta nýtt sér í starfi.
Netglæpi og eðli þeirra.
NIS-tilskipunina.
Skipulag netöryggis á Íslandi.
Grunn að betri vörnum gegn netglæpum á þínum vinnustað.
Yfirsýn yfir eðli og birtingarmynd netglæpa.
Þekking á mikilvægustu atriðum NIS-tilskipunarinnar og hvaða áhrif hún hefur á hefðbundna vinnustaði.
Hæfni til að leggja grunninn að skipulögðu starfi til að byggja upp varnir gegn netglæpum á sínum vinnustað.
Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana auk starfsmanna sem bera ábyrgð á viðkvæmum upplýsingum eða gögnum. Ekki eru gerðar neinar forkröfur um ákveðna þekkingu á netöryggismálum, upplýsingatækni eða tengdu lagaumhverfi.
Einar Birkir Einarsson er með M.Sc. í rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku. Hann starfar sem sérfræðingur í upplýsingatæknimálum ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Áður starfaði hann sem stjórnandi hjá Vodafone, Byr sparisjóði og Reiknistofu bankanna. Einar Birkir situr í Netöryggisráði og í nefndum á vegum ESS, Norrænu ráðherranefndarinnar og EFTA um upplýsingatækni.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Netglæpir eru fylgifiskar fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar stafvæðingar í þjónustu og viðskiptum. Einungis brot af þessum glæpum eru upprættir eða tilkynntir til lögreglu af ótta þeirra sem fyrir verða við álitshnekki eða annan ímyndarskaða. Er þitt fyrirtæki eða stofnun með varnir til að vernda mikilvægustu upplýsingar og gögn fyrir netárásum? <br/>Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp varnir gegn þessum ört vaxandi vágesti.</span>