Fjarnámskeið

Eigin rekstur, gerð rekstrarreiknings og skattframtals

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 27. október
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Fim. 6. nóv. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Við gerð skattframtals þurfa aðilar í eigin rekstri að útbúa rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur að geyma upplýsingar um tekjur og gjöld á árinu. Yfirleitt er frekar einfalt að skrá það sem telst sem tekjur en vandamálin snúa þá fremur að því hvaða kostnað megi gjaldfæra á móti tekjum?

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig á að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld. Eins verður farið yfir það hvernig á að fylla út eyðublöð skattaframtals á grundvelli upplýsinga í rekstrarreikningi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Rekstur á eigin kennitölu, fyrir smáfyrirtæki (velta allt að 10-15 m.).
Veltulágmarkið í virðisaukaskatti.
Frádráttarbæran rekstrarkostnað.
Einka- og eignakostnað.
Gerð rekstrarreiknings.
Framtal til skatts (Eyðublöð 4.10 og 4.11). Einnig verður farið yfir önnur eyðublöð sem tilheyra einstaklingsrekstri (Eyðublöð 4.01, 4.03 og 4.05).

Ávinningur þinn

Aukin þekking á tekjum og frádráttarbærum gjöldum.
Aukinn skilningur á gerð rekstrarreiknings.
Aukin geta til útfyllingar á upplýsingum í skattaframtali.

Fyrir hverja

Atvinnurekendur smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðila.

Nánar um kennara

Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að hlutaðeigandi atvinnurekandi sé bókhaldsskyldur. Hins vegar þurfi hann ekki að færa tvíhliða bókhald. Skráning eigna og skulda, tekna og gjalda þarf því ekki að vera svo yfirgripsmikil.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Eigin rekstur, gerð rekstrarreiknings og skattframtals

Verð
32900

<span class="fm-plan">Vi&eth; ger&eth; skattframtals &thorn;urfa a&eth;ilar &iacute; eigin rekstri a&eth; &uacute;tb&uacute;a rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur a&eth; geyma uppl&yacute;singar um tekjur og gj&ouml;ld &aacute; &aacute;rinu. Yfirleitt er frekar einfalt a&eth; skr&aacute; &thorn;a&eth; sem telst sem tekjur en vandam&aacute;lin sn&uacute;a &thorn;&aacute; fremur a&eth; &thorn;v&iacute; hva&eth;a kostna&eth; megi gjaldf&aelig;ra &aacute; m&oacute;ti tekjum?</span>