

Valmynd
Þri. 14. og fim. 16. nóv. kl. 9:00 - 12:00
Bjarni Frímann Karlsson, fv. lektor við Viðskiptafræðideild HÍ
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Ársreikningar félaga koma mikið við sögu í efnahagslífinu og efni þeirra snertir líf margra beint og flestra annarra óbeint. Hvaða boðskap flytja ársreikningar okkur? Gefa þeir trúverðuga mynd af starfsemi viðkomandi félaga?
Á námskeiðinu verða grunnhugtök og forsendur ársreikninga kynnt. Uppbygging ársreiknings útskýrð og samhengið milli einstakra kafla. Lagagrundvöllur sem ársreikningar hvíla á og ábyrgð á innihaldi þeirra verður til umræðu. Tekin verða dæmi úr ársreikningum íslenskra félaga og rýnt í hvað þessir reikningar segja okkur, en jafnframt vakin athygli á því hvað þeir segja okkur ekki. Hvaða stærðir í reikningunum eru matskenndar og þá um leið háðar óvissu. Stefnt er að því að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í lestri ársreikninga, þekkingu sem þeir geta síðan byggt á eftir áhuga og þörfum.
Athygli er einnig vakin á námskeiðinu Greining ársreikninga, þar sem kafað er dýpra í ársreikninga.
Grunnhugtök, -reglur og forsendur reikningsskila.
Uppbyggingu ársreiknings. Samhengið milli einstakra kafla.
Regluverkið sem ársreikningar skulu hlíta. Ábyrgð á efni þeirra og framsetningu.
Óvissu og matskenndar stærðir. „Skapandi“ reikningsskil.
Samstæðureikningsskil. Kynning á eðli þeirra.
Nokkrar algengustu kennitölur sem reiknaðar eru á grundvelli ársreikninga.
Skilningur á tilgangi og eðli ársreikninga.
Skilningur á helstu hugtökum sem þar ber á góma.
Færni til að greina áberandi veikleika í viðkomandi reikningsskilum.
Skilningur á mismunandi nálgun við uppbyggingu ársreikninga og áhrif menningar á framsetningu þeirra.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa litla þekkingu á eðli ársreikninga en langar að fá innsýn í uppbyggingu þeirra og skilning á hvað þeir segja okkur og hvað þeir segja okkur ekki.
Bjarni Frímann Karlsson f.v. lektor í reikningshaldi og endurskoðun við Viðskiptafræðideild HÍ frá 2005.
Engra hjálpargagna eða -tækja er krafist til að sitja námskeiðið.
Veitið athygli: Þeir sem sækja bæði Lestur ársreikninga og Greining ársreikninga fá 20% afslátt af hinu síðara.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Ársreikningar félaga koma mikið við sögu í efnahagslífinu og efni þeirra snertir líf margra beint og flestra annarra óbeint. Hvaða boðskap flytja ársreikningar okkur? Gefa þeir trúverðuga mynd af starfsemi viðkomandi félaga?</span>