Fjarnámskeið

Skattalagabreytingar 2024

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 20. janúar
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.
Nýtt

Þri. 30. jan. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Farið verður yfir breytingar á skattalögum og reglugerðum sem hafa áhrif á tekjuárinu 2024. Auk þess verður tæpt á þeim breytingum sem hafa áhrif á framtalsgerð 2024 vegna tekna 2023. Ef tilefni gefst verður farið yfir þá úrskurði yfirskattanefndar og/eða dóma sem hafa leitt til breyttrar framkvæmdar á skattalögum.

Fyrst og fremst verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Enn fremur verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á: i) lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, ii) lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og iii) lögum um tryggingagjald. Auk þess verður farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðum eða öðrum framkvæmdareglum vegna tekna ársins 2023, undir þetta fellur t.d. skattmat 2023. Ef einhverjir úrskurðir yfirskattanefndar og/eða dómar á árinu 2022 hafa leitt til þess að framkvæmd skattalaga breytist verður einnig farið yfir þá.

Á námskeiðinu er fjallað um

Breytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Breytingar á lögum nr. 45/1987,um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum nr. 94/1996.
Breytingar á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
Breytingar á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.
Breytingar á skattmati vegna tekna ársins 2023.

Fyrir hverja

Fyrir viðurkennda bókara og aðra sem sjá um bókhald fyrirtækja.

Nánar um kennara

Vala Valtýsdóttir er lögmaður og er sérfræðingur á sviði skattamála. Hún hefur unnið bæði hjá skattyfirvöldum, lögmannsstofum og endurskoðunarstofum. Hún starfar nú sem lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, kennir nokkur námskeið hjá Endurmenntun HÍ og er stundakennari við Háskólann á Bifröst í skattarétti.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skattalagabreytingar 2024

Verð
32900

<span class="fm-plan">Fari&eth; ver&eth;ur yfir breytingar &aacute; skattal&ouml;gum og regluger&eth;um sem hafa &aacute;hrif &aacute; tekju&aacute;rinu 2024. Auk &thorn;ess ver&eth;ur t&aelig;pt &aacute; &thorn;eim breytingum sem hafa &aacute;hrif &aacute; framtalsger&eth; 2024 vegna tekna 2023. Ef tilefni gefst ver&eth;ur fari&eth; yfir &thorn;&aacute; &uacute;rskur&eth;i yfirskattanefndar og/e&eth;a d&oacute;ma sem hafa leitt til breyttrar framkv&aelig;mdar &aacute; skattal&ouml;gum.</span>