Valmynd
Þri. 19. sept. kl. 9.00 - 12.00
Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Það getur stundum verið erfitt að átta sig á þeim tekjuskattsreglum sem gilda þegar einstaklingar og félög fá tekjur sem aflað er á erlendum vettvangi.
Á þessu námskeiði verður farið yfir þær meginreglur sem gilda þegar um millilandaviðskipti er að ræða og þegar einstaklingar eru með tekjur í fleiri en einu landi.
Ótakmarkaða skattskyldu.
Takmarkaða skattskyldu.
Frádrátt og uppgjör skatts.
Tvísköttun.
Aukin þekking á þeim skattareglum sem gilda milli landa.
Fyrir viðurkennda bókara og aðra sem sjá um bókhald fyrirtækja.
Vala Valtýsdóttir er lögmaður og er sérfræðingur á sviði skattamála. Hún hefur unnið bæði hjá skattyfirvöldum, lögmannsstofum og endurskoðunarstofum. Hún starfar nú sem lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, kennir nokkur námskeið hjá Endurmenntun HÍ og er stundakennari við Háskólann á Bifröst í skattarétti.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Það getur stundum verið erfitt að átta sig á þeim tekjuskattsreglum sem gilda þegar einstaklingar og félög fá tekjur sem aflað er á erlendum vettvangi.</span>