Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Kínversk skrautskrift

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 29. janúar
Almennt verð 18.200 kr. 16.500 kr.
Nýtt

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Þri. 8. og fim. 10. feb. kl. 19:30 - 21:30

4 klst.

Jia Yucheng, sendikennari hjá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljós

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós

Kínversk skrautskrift þykir mjög heillandi listform í Kína sem og allri Austur – Asíu og eru góðir skrautskrifarar settir á stall meðal fremstu listamanna í Kína, Japan og Kóreu.

Á þessu námskeiði verða helstu atriði kínverskrar skrautskriftar kynnt til sögunnar. 

Námskeiðið er kennt á ensku.

Á námskeiðinu er fjallað um

Helstu verkfæri til skrautskriftar: Sérstakur pensill, blek og pappír til skrautskriftar.
Strokuröð og uppbygging kínverskra rittákna.
Mismunandi form af skrautskrift.

Ávinningur þinn

Þú færð innsýn í vinsælt listform í Kína og raunar Austur – Asíu allri.
Þú lærir að skrifa kínversk tákn með skrautskrift.
Þú færð grunn að kínverskum táknum og lærir að skrifa þó nokkur tákn.

Fyrir hverja

Fyrir alla þá sem vilja kynnast nýju og framandi listformi.

Nánar um kennara

Jia Yucheng er sendikennari á vegum Konfúsíusarstofnunar við Háskóla Íslands. Hann kennir kínversku við HÍ en hefur stundað skrautskrift í frístundum frá unga aldri og hefur mikla ástríðu fyrir þessu listformi. Jia hefur kennt með hléum á Íslandi í um 10 ár og er mikils metinn af nemendum sínum enda kennari af guðs náð.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt með sér. Skriffæri, pappír og annað námsefni fá nemendur á staðnum.

Fyrirvari um námskeið:
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Kínversk skrautskrift

Verð
18200

<span class="fm-plan">K&iacute;nversk skrautskrift &thorn;ykir mj&ouml;g heillandi listform &iacute; K&iacute;na sem og allri Austur &ndash; As&iacute;u og eru g&oacute;&eth;ir skrautskrifarar settir &aacute; stall me&eth;al fremstu listamanna &iacute; K&iacute;na, Japan og K&oacute;reu.</span>