Fjarnámskeið

Bak við fyrirsagnirnar

- kafað ofan í málefni líðandi stundar
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 1. janúar
Almennt verð 50.500 kr. 45.900 kr.
Nýtt

Mið. 10. jan., 21. feb., 6. mars, 3. apr. og 24. apr. og 22. maí kl. 19:30 – 21:30 (6x). Þann 10. janúar mun námskeiðið fara fram í húsnæði Endurmenntunar við Dunhaga 7 í Reykjavík. Þátttakendur geta þá valið um að mæta í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum ZOOM. Frá og með 21. feb. fer námskeiðið einungis fram í gegnum ZOOM.

12 klst.

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað á ítarlegan hátt um helstu fréttir og atburði sem gerast í Mið-Austurlöndum, Afríku og Asíu hverju sinni svo þátttakendur geti betur vegið og metið hvað stendur í raun á bak við fyrirsagnir fjölmiðlanna. Í hverri viku berast fréttir um átök og stríð frá þessum heimshlutum og oft er erfitt að vita hvað er í raun og veru að gerast. Hvaða saga liggur hér að baki, hvaða hagsmunir rekast á, hvaða orsakir komu átökunum af stað og hvernig eru aðstæður í raun og veru? Staðan er enn flóknari nú en áður fyrr þar sem nú, á tímum samfélagsmiðla, reynist oft erfitt að meta sannleiksgildi upplýsinga.

Á námskeiðinu mun Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda og Vestur-Asíu, kryfja til mergjar þau mál sem eru helst í deiglunni á hverjum tíma svo þátttakendur öðlist auknar forsendur og bakgrunn til að skilja betur hvað er í gangi í þessum stóra heimi. Í hverjum tíma verða teknar fyrir þrjár til fjórar fréttir, sögulegur bakgrunnur þeirra skoðaður, þróun málsins, rýnt í þær breytingar sem hafa orðið á umræðunni, skoðað hvað er í húfi fyrir ólíka aðila, hver séu næstu hugsanleg skref og hvað þarf að hafa í huga þegar fylgst er nánar með þessu máli.
Í lok hvers tíma verður opnað fyrir umræður og spurningar.

Nánar um kennara

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Bak við fyrirsagnirnar

Verð
50500

<span style="font-family: 'Helvetica';" >&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fjalla&eth; &aacute; &iacute;tarlegan h&aacute;tt um helstu fr&eacute;ttir og atbur&eth;i sem gerast &iacute; Mi&eth;-Austurl&ouml;ndum, Afr&iacute;ku og As&iacute;u hverju sinni svo &thorn;&aacute;tttakendur geti betur vegi&eth; og meti&eth; hva&eth; stendur &iacute; raun &aacute; bak vi&eth; fyrirsagnir fj&ouml;lmi&eth;lanna. &Iacute; hverri viku berast fr&eacute;ttir um &aacute;t&ouml;k og str&iacute;&eth; fr&aacute; &thorn;essum heimshlutum og oft er erfitt a&eth; vita hva&eth; er &iacute; raun og veru a&eth; gerast. Hva&eth;a saga liggur h&eacute;r a&eth; baki, hva&eth;a hagsmunir rekast &aacute;, hva&eth;a orsakir komu &aacute;t&ouml;kunum af sta&eth; og hvernig eru a&eth;st&aelig;&eth;ur &iacute; raun og veru? Sta&eth;an er enn fl&oacute;knari n&uacute; en &aacute;&eth;ur fyrr &thorn;ar sem n&uacute;, &aacute; t&iacute;mum samf&eacute;lagsmi&eth;la, reynist oft erfitt a&eth; meta sannleiksgildi uppl&yacute;singa.</span>