Jákvæð forysta og jákvæð sálfræði á vinnustað

- fyrir stjórnendur og sérfræðinga á mannauðssviði
Umsóknarfrestur til og með 30. janúar 2023 Verð 295.000 kr.
Nýtt

Námið hefst 10. feb. og lýkur 24. mars 2023

35 klst.

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri námsins, sálfræðingur, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði, Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur, Lisa Vivoll Straume, PhD og forstjóri Mind í Noregi og Vanessa King, MAPP, Action for Happiness.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Námslínan er sambærileg námskeiði sem kennt er í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við EHÍ. Hér er námslínan sérsniðin fyrir stjórnendur og þá sem vinna að mannauðsmálum.

Markmið námsins er að kynna jákvæða forystu fyrir nemendum og skoða hvernig megi hagnýta jákvæða sálfræði á vinnustöðum. Lögð verður áhersla á að skoða forystuhlutverkið í víðu samhengi, allt frá því að taka forystu í eigin lífi til forystuhlutverks í vinnu og á öðrum sviðum samfélagsins.

Farið verður yfir mismunandi forystustíla sem rannsóknir sýna að skili góðum árangri þegar kemur að því að leiða fólk til góðra verka bæði í einkalífi og á vinnustað með áherslu á afköst, helgun, starfsanda, heilsu og líðan. Þetta eru forystustílar eins og jákvæð forysta, styrkleikamiðuð forysta, forysta byggð á gildum, núvitandi forysta og heilsueflandi forysta.

Þá verður einnig farið yfir það hvernig hagnýta megi jákvæða sálfræði og jákvæðar sálfræðiíhlutanir á vinnustöðum.

Markmið

Við lok náms eiga nemendur að geta:

Fjallað á gagnrýninn hátt um hlutverk leiðtoga og kosti og galla ólíkra leiðtogastíla.
Þróað færni fyrir jákvæða forystu.
Þróað áætlun með íhlutunum sem auka vellíðan á vinnustað.
Beitt aðferðum jákvæðrar forystu í persónulegu og/eða faglegu samhengi.

Kennslufyrirkomulag

Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Námið skiptist í fimm kennsludaga, kennt er á eftirfarandi föstudögum frá kl. 9:00 – 16:00:

10. febrúar
17. febrúar
3. mars
17. mars
24. mars

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Námsmat

Hópverkefni, nemendur þróa áætlun með inngripum sem auka vellíðan á vinnustað.

Fyrir hverja

Þessi námslína er sérsniðin fyrir stjórnendur og þá sem vinna að mannauðsmálum.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nemendur geta óskað eftir að fá námslínuna metna inn í diplómanám í jákvæðri sálfræði hjá EHÍ, hljóti þeir inngöngu í námið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð forysta og jákvæð sálfræði á vinnustað

Verð
295000

<span class="fm-plan">N&aacute;msl&iacute;nan er samb&aelig;rileg n&aacute;mskei&eth;i sem kennt er &iacute; dipl&oacute;man&aacute;mi &iacute; j&aacute;kv&aelig;&eth;ri s&aacute;lfr&aelig;&eth;i vi&eth; EH&Iacute;. H&eacute;r er n&aacute;msl&iacute;nan s&eacute;rsni&eth;in fyrir stj&oacute;rnendur og &thorn;&aacute; sem vinna a&eth; mannau&eth;sm&aacute;lum.</span>