Jákvæð sálfræði, jákvæð heilsa og jákvæð inngrip

- fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Verð 295.000 kr.
Í gangi

Námið hefst 7. okt. og lýkur 18. nóv. 2022

35 klst.

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri námsins, sálfræðingur og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis,
dr. Ilona Boniwell, prófessor við University of East London,
dr. Lisa Vivoll Straume, stofnandi og framkvæmdastjóri Mind í Noregi,
Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur,
Bóas Valdórsson, sálfræðingur,
dr. Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur,
dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur,
dr. Lára Sigurðardóttir, læknir og
Svala Sigurðardóttir, læknir.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Námslínan er sambærileg námskeiði sem kennt er í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við EHÍ. Hér er námslínan sérsniðin fyrir heilbrigðisstarfsfólk og gagnast sérstaklega þeim sem sinna klínískri geðheilbrigðisvinnu, til dæmis sálfræðinga og heimilislækna. Kennslan er alls 5 skipti og er sett fram í formi vinnustofa þar sem blandað er saman fræðslu og æfingum. Markmiðið er að kynna fjölbreytt verkfæri sem geta nýst í klínísku starfi til að auka vellíðan.

Í þessari námslínu verður farið vel í hugtökin jákvæð sálfræði (e. positive psychology), jákvæð heilsa (e. positive health) og jákvæð inngrip (e. positive psychology interventions, PPI). Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á jákvæða eiginleika manneskjunnar. Jákvæð heilsa er nálgun sem byggir á kenningum Antonovsky um „Salutogenesis“ og „Sense of coherence“ sem byggja á rannsóknum á því hvaða bjargráð virka best til að halda góðri heilsu þrátt fyrir áföll. Þessi nálgun hefur verið þróuð af læknum í Hollandi og verið tekin upp hjá heilsugæslunni hér á Íslandi.

Jákvæð inngrip hafa verið skilgreind sem meðferðaraðferðir eða æfingar sem miða að því að efla vellíðan með því að vinna með jákvæðar tilfinningar, hegðun eða hugsanir.

Kynntar verða ólík inngrip og hvernig hægt er að nota gagnreynd inngrip til að auka vellíðan og á sama tíma draga úr streitu, bæta svefn og aðra heilsuhegðun. Farið verður yfir safngreiningar á helstu jákvæðu inngripum og skoðað hvar og hvernig þær virka best.

Markmið

Við lok náms eiga nemendur að geta:

Þekkt og sýnt gagnrýninn skilning á jákvæðri heilsu og jákvæðum sálfræðiíhlutunum.
Unnið með nálgun jákvæðrar heilsu.
Hugleitt og rætt á gagnrýninn hátt hvaða þættir skipta máli við val á jákvæðum sálfræðiíhlutunum.
Notað jákvæðar sálfræðiíhlutanir bæði fyrir sjálfan sig og aðra einstaklinga eða hópa.
Haldið fyrirlestur eða hannað námskeið með jákvæðum sálfræðiíhutunum.
Hannað, innleitt og metið árangur af jákvæðum sálfræðiíhlutunum.

Kennslufyrirkomulag

Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Námið skiptist í fimm kennsludaga, kennt er á eftirfarandi föstudögum frá kl. 9:00 – 16:00:

7. október
14. október
28. október
11. nóvember
18. nóvember

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Námsmat

Einstaklingsverkefni, nemendur skrifa skýrslu um jákvæðar sálfræðihlutanir.

Fyrir hverja

Þessi námslína er sérsniðin fyrir heilbrigðisstarfsfólk og gagnast sérstaklega þeim sem vinna í klínískri geðheilbrigðisvinnu, til dæmis sálfræðingum og heimilislæknum.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nemendur geta óskað eftir að fá námslínuna metna inn í diplómanám í jákvæðri sálfræði hjá EHÍ, hljóti þeir inngöngu í námið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð sálfræði, jákvæð heilsa og jákvæð inngrip

Verð
295000

<span class="fm-plan">N&aacute;msl&iacute;nan er samb&aelig;rileg n&aacute;mskei&eth;i sem kennt er &iacute; dipl&oacute;man&aacute;mi &iacute; j&aacute;kv&aelig;&eth;ri s&aacute;lfr&aelig;&eth;i vi&eth; EH&Iacute;. H&eacute;r er n&aacute;msl&iacute;nan s&eacute;rsni&eth;in fyrir heilbrig&eth;isstarfsf&oacute;lk og gagnast s&eacute;rstaklega &thorn;eim sem sinna kl&iacute;n&iacute;skri ge&eth;heilbrig&eth;isvinnu, til d&aelig;mis s&aacute;lfr&aelig;&eth;inga og heimilisl&aelig;kna.</span><span style="color: #000000;" > Kennslan er alls 5 skipti og er sett fram &iacute; formi vinnustofa &thorn;ar sem blanda&eth; er saman fr&aelig;&eth;slu og &aelig;fingum. Markmi&eth;i&eth; er a&eth; kynna fj&ouml;lbreytt verkf&aelig;ri sem geta n&yacute;st &iacute; kl&iacute;n&iacute;sku starfi til a&eth; auka vell&iacute;&eth;an. </span>