Fjármál og rekstur

Umsóknarfrestur til og með 20. janúar 2023 Verð 290.000 kr.

Námið hefst 27. janúar og lýkur 13. maí 2023

60 klst.

Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og f.v. lektor við Viðskiptafræðideild HÍ, Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með B.Sc. og M.Sc. í hljóðverkfræði og Gísli Örn Bjarnhéðinsson, M.Sc. rekstrarhagfræðingur.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í náminu er lögð áhersla á arðsemi og val á mismunandi leiðum við ábyrga stjórnun fjármuna og stýringu verkefna. Mikilvægur hluti af hverju verkefni er að stýra fjármálum þess svo sem tekjum, kostnaði, áætlanagerð, greiningu, mati og vali á kostum.

Námið skiptist að mestu leyti í þrjá megin hluta.
1. Skipulag og stjórnun.
2. Bókhald og ársreikninga.
3. Fjármálastjórnun.

Náminu er ætlað að veita góða innsýn inn í þessa þrjá lykilþætti rekstrar.
Í náminu verður farið yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvæg verkefni eru meðhöndluð og stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Kenndur verður grunnur í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum. Farið verður í fjárhagsáætlanir, kostnaðargreiningu, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum. Nemendur fá innsýn í virðisgreiningu, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat.

Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og unnið verður að hagnýtu verkefni sem þátttakendur kynna í lok námskeiðsins. Hugað verður að vali á verkefni strax í upphafi námsins til að tengja sem best námsefnið við raunverulegt verkefni.Upptökur verða aðgengilegar eftir hverja kennslustund inni á sérstöku nemendasvæði sem nemendur fá aðgang að.

Markmið

- Þekki helstu hugtök og kenningar í fjármálafræðum og kunni að beita þeim í daglegum rekstri.
- Hafi tileinkað sér ábyrga stjórnun fjármuna við stýringu verkefna.
- Þekki aðferðir við gerð fjárhagsáætlana, kostnaðargreininga og nýti þær við ákvarðanatöku.
- Þekki uppbyggingu ársreiknings og kunni að lesa úr mikilvægum upplýsingum.
- Hafi öðlast færni í áætlanagerð og þekki muninn á aðfangamiðaðri og árangursmiðaðri rekstraráætlun.
- Hafi þekkingu á helstu aðferðum Verkefnastjórnunar ásamt ferlum og ferlastjórnun.
- Þekki árangursríkar leiðir til markmiðasetningar, áætlun um framvindu og eftirlit með árangri verkefna.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er í lotum, aðra hverja helgi, alla jafna á föstudögum kl. 16:30 - 19:30 og laugardögum kl. 9:30 - 12:30. Þrjá laugardaga er kennt frá kl.9:00-15:00. Námið er hægt að stunda bæði í stað- og fjarnámi, upptökur verða aðgengilegar eftir að hverri kennslustund lýkur. Fyrstu tvær lotur námsins og síðasta lotan eru verkefnalotur og því skyldumæting.

Námsmat

Hagnýt verkefnavinna, ekki metið til einkunna.

Fyrir hverja

Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námið hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf.

Umsókn

Engar forkröfur eru í námið.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF) og kennsluáætlun (PDF)

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjármál og rekstur

Verð
290000

<span class="fm-plan">&Iacute; n&aacute;minu er l&ouml;g&eth; &aacute;hersla &aacute; ar&eth;semi og val &aacute; mismunandi lei&eth;um vi&eth; &aacute;byrga stj&oacute;rnun fj&aacute;rmuna og st&yacute;ringu verkefna. Mikilv&aelig;gur hluti af hverju verkefni er a&eth; st&yacute;ra fj&aacute;rm&aacute;lum &thorn;ess svo sem tekjum, kostna&eth;i, &aacute;&aelig;tlanager&eth;, greiningu, mati og vali &aacute; kostum.</span>