Ritlist

í samstarfi við Svikaskáld
Nýtt

Námið hefst 7. sept. og lýkur 14. des.

60 klst.

Kennarar eru Svikaskáld, sem allar hafa MA gráðu í ritlist: Fríða Ísberg, rithöfundur. Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarkona og rithöfundur. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðslistakona og rithöfundur. Sunna Dís Másdóttir, rithöfundur og ritstjóri. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur. Þórdís Helgadóttir, rithöfundur og leikskáld.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Fullbókað - SKRÁÐU ÞIG Á BIÐLISTA HÉR

Námslínan er í samstarfi við Svikaskáld, sex kvenna skáldakollektív.

Nemendur munu kynnast fjölbreyttum hliðum skapandi skrifa og læra að nýta hin ýmsu tól úr verkfærakistu rithöfundarins. Námið skiptist í vinnustofur, heimaverkefni, þátttöku í rithringjum og tilsögn í upplestri. Að námi loknu munu nemendur eiga í handraðanum úrval af ólíkum textum sem gætu nýst þeim sem efniviður í áframhaldandi skrif.

Markmið

Lokaviðmið námsins eru að nemandi:
· Hafi aukið færni sína í skrifum skapandi texta af ýmsum gerðum.
· Hafi lært að greina texta í ritstjórnarferli, veita og vinna úr uppbyggilegri endurgjöf.
· Öðlast færni í að beita ólíkum vinnuaðferðum rithöfunda.
· Þekki grunnbókmenntahugtök sem nýtast við skrif skapandi texta.
· Hafi öðlast aukið sjálfstraust í eigin sköpun og skrifum.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er á miðvikudögum kl. 19:00-22:00 og í hvert sinn munu tveir kennarar sjá um kennslu. Í október verður helgarlota skammt frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem boðið verður upp á ritsmiðju í anda Svikaskálda. Gisting og kennsla þessa helgi er innifalið í námsgjöldum, en nemendur sjá sjálfir um ferðir og fæði.

Námsmat

Veitt er endurgjöf á hagnýta verkefnavinnu, en námið er ekki metið til einkunna.

Fyrir hverja

Ritlistarnám Svikaskálda hentar þeim sem vilja öðlast meira sjálfstraust í eigin skrifum og kynnast ólíkum gerðum texta. Námslínan hentar þeim sem vilja sökkva sér í eigin ritstörf og skerpa rödd sína sem rithöfundar.

Umsókn

Ekki er þörf á að skila prófskírteini eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þessa námslínu, en eftir að sótt hefur verið um eru umsækjendur beðnir að senda stutt kynningarbréf til verkefnastjóra námsins á netfangið aslaugbjort@hi.is. Þar skal gerð grein fyrir því hvers vegna sótt er um og hvað umsækjandi hefur hug á að fá út úr náminu.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF)

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ritlist

Verð
290000