Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Þrjú þrep

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Annað þrep hefst 24. jan. og lýkur 17. feb.
Fyrsta þrep hefst 14. feb. og lýkur 24. maí
Þriðja þrep hefst 23. mars og lýkur 5. maí

244 klst.

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf., Elísa Berglind Sigurjónsdóttir, viðskiptafræðingur, Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur og Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur, MBA og Master of Accounting and Auditing.

Námið fer alla jafna fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námsbraut

Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf.

Markmið námsins er að nemendur læri að færa bókhald og öðlist þekkingu á meginatriðum bókhaldskerfa sem og grunnatriðum laga. Áhersla er lögð á að nemendur fái þjálfun og kennslu sem líkir eftir raunverulegu umhverfi í bókhaldsdeild.

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara inniheldur þrjú sjálfstæð þrep. Umsækjendum sem hafa haldgóða reynslu við bókhaldsstörf gefst kostur á persónulegri ráðgjöf varðandi hvaða þrep er heppilegast fyrir viðkomandi að sækja. Boðið er upp á þekkingarpróf eða mat á hæfni nemenda til að aðstoða umsækjendur við að staðsetja sig út frá eigin reynslu, þekkingu og færni.

Bókaranám – grunnur (fyrsta þrep 135 klst.)

Fyrir þá sem vilja öðlast grunnþekkingu á að starfa í bókhaldsdeildum og færa bókhald, vinna í uppsetningu samþykktakerfa, innlestri rafrænna reikninga og B2B, vera færir um að reikningslyklamerkja, gera sölureikninga og reikna laun. Einnig fyrir þá aðila sem eru í sjálfstæðum rekstri og vilja færa bókhaldið sitt eða skyldmenna sinna sjálfir, hvort sem er í eigin nafni eða í nafni félaga.
Umsóknarfrestur til 4. febrúar 2022

Bókaranám – afstemmingar (annað þrep 41 klst.)
Fyrir þá sem vilja starfa í bókhaldsdeildum og klára allar afstemmingar í hendur uppgjörsaðila. Aðila sem eru í eigin rekstri eða rekstraraðila félaga sem vilja fækka vinnustundum uppgjörsaðilans og gera meira sjálfir og ekki síst fyrir þá sem stefna á að starfa sem aðalbókarar.
Umsóknarfrestur til 13. janúar 2022.

Bókaranám – aðalbókarinn (þriðja þrep 68 klst.)
Fyrir þá sem vilja læra uppgjör í skattskilum fyrir örfélög og einstaklinga í rekstri. Þá sem vilja öðlast yfirgripsmikla þekkingu á uppgjöri, frágangi bókhalds og vilja starfa sem aðalbókarar. Einnig fyrir þá sem eiga og reka félög eða vinna í bókhaldsdeildum þar sem félögin vilja að uppgjörin séu unnin innanhúss.
Umsóknarfrestur til 6. mars 2022.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er frá kl. 9:00 – 12:00, þrisvar til fjórum sinnum í viku. Lögð er áhersla á verklegar æfingar. Námið er að mestu kennt í rauntíma í gegnum Zoom. Upplýsingar um kennsludaga er að finna í kennsluáætlun hvers þreps.

Námsmat

Námsmat er í formi símats ásamt lokaverkefni. Viðveruskylda er 70% og skila þarf 70% verkefna sem lögð verða fyrir.

Tækjabúnaður

Nemendur þurfa tölvu, öfluga nettengingu, góð heyrnartól með hljóðnema og vefmyndavél. Tölvan þarf að vera með nýlega útgáfu af Excel og möguleika á að hlaða niður bókhaldsforriti.

Fagráð

Atli Þór Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, PWC.
Elín Pálmadóttir, löggiltur endurskoðandi, PWC.
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir, viðskiptafræðingur.
Heiðar Þór Karlsson, MCC endurskoðun, Deloitte.
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ.
Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá EHÍ.
Margrét Friðþjófsdóttir, fulltrúi frá FVB, viðurkenndur bókari, eigandi bókhaldsstofu Sigmar.
Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og MCC reikningshald og endurskoðun.
Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Umsókn

Sótt er um á slóð hvers þreps fyrir sig.

Greiðslufyrirkomulag

Þeir sem sækja öll þrepin fá 20% afslátt af þriðja þrepinu. Hægt er að greiða með kortaláni til allt að 36 mánaða.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Verð

<span style="font-size: 12px;color: #1D435C;" >Markmi&eth; n&aacute;msins er a&eth; nemendur l&aelig;ri a&eth; f&aelig;ra b&oacute;khald og &ouml;&eth;list &thorn;ekkingu &aacute; meginatri&eth;um b&oacute;khaldskerfa sem og grunnatri&eth;um laga. &Aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; a&eth; nemendur f&aacute;i &thorn;j&aacute;lfun og kennslu sem l&iacute;kir eftir raunverulegu umhverfi &iacute; b&oacute;khaldsdeild.</span>