Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Leiðsögunám

- staðnám og/eða fjarnám

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Nýtt

Námið hefst á haustmisseri 2021.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir.

Leiðsögunám hjá Endurmenntun HÍ hefur verið afar vinsælt allt frá árinu 2008 og hafa nú þegar nokkur hundruð leiðsögumenn lokið því.
Námið byggir á Evrópustaðlinum IST EN 15565:2008 og faglegri nálgun á ferðaþjónustu á Íslandi. Námið hefur verið þróað í gegnum tíðina í góðu samstarfi við HÍ, Leiðsögn, SAF, fyrrum nemendur og aðra fagaðila.

Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn um Ísland, bæði almennri rútuleiðsögn sem og gönguleiðsögn. Nemendur velja hvora námsleiðina þeir fara.

Þeir sem hyggjast leiðsegja erlendum ferðamönnum um landið skila inn staðfestingu um að hafa haldgóða þekkingu og færni á viðkomandi tungumáli. Þess ber að geta að þeir nemendur sem hyggjast sækja um aðild að fagfélaginu Leiðsögn þurfa að lágmarki að sýna fram á hæfni á einu erlendu tungumáli með prófskírteini eða annarri staðfestingu. Þeir nemendur sem útskrifast aftur á móti án erlends tungumáls geta fengið aðild að stéttarfélagi Leiðsagnar.

Hluti námskeiða verður opinn almenningi sem hefur áhuga á að kynnast sögu, menningu og náttúru Íslands. Þau námskeið verða kynnt á vef Endurmenntunar, þar sem áhugasömum gefst kostur á að skrá sig. Þátttakendur á opnum námskeiðum þreyta ekki námsmat.

Kennslufyrirkomulag
Námið byggir annars vegar á námskeiðum tengdum sögu, menningu, náttúru og ákveðnum ferðaleiðum á Íslandi. Hins vegar á hagnýtum þáttum er snúa að starfi leiðsögumanns með ferðahópa.
Námið hefst í september 2021 og því lýkur með útskrift í júní 2022. Alla jafna er ein námsgrein kennd í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námsgrein hefst. Mögulegt er að sækja námið í staðnámi og/eða fjarnámi.

Til að útskrifast sem leiðsögumaður þarf að ljúka öllum námshlutum og standast námsmat. Skyldumæting er í þær ferðir sem tilheyra hvorri námsleið.


Fyrir hverja
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og hafa lokið í það minnsta 120 framhaldsskólaeiningum (fein) eða geta sýnt fram á haldgóða starfsreynslu í ferðaþjónustu. Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi.

Kennsla og fagleg umsjón
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Verkefnastjóri námsins er Hulda Mjöll Hauksdóttir, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924.
Hulda Mjöll er með viðtalstíma þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10:30 til 11:30.

Leiðsögunám

Verð
0

<span class="fm-bold">Ver&eth; og n&aacute;nari uppl&yacute;singar um n&aacute;mi&eth; er v&aelig;ntanlegt og &thorn;&aacute; ver&eth;ur h&aelig;gt a&eth; s&aelig;kja um.<br/></span><span class="fm-plan"><br/><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/619abfd66526/namsbrautir">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>