Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2024.

Dr. Haukur Ingi Jónasson og Dr. Helgi Þór Ingason

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Umsjónarkennarar námsins eru Dr. Haukur Ingi Jónasson og Dr. Helgi Þór Ingason en þeir eru í hópi ötulustu stjórnunarfræðikennara landsins. Eftir þá liggja nú þegar nokkrar bækur á íslensku um stjórnun. Þeir eru líka þekktir á alþjóðavettvangi fyrir áhugaverðar hugmyndir um verkefnastjórnun og tengd efni og eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum alþjóðasamtaka og fagfélaga í verkefnastjórnun.

Markmið

Markmið námsins byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið er einnig vettvangur til að öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Kennslufyrirkomulag

Námið er kennt í vikulotum og eru tvær slíkar lotur á hvoru misseri. Í hverri kennslulotu eru tvö námskeið til umfjöllunar. Í fyrstu lotu haustmisseris eru í gangi námskeið eitt og tvö, og í annarri lotu haustmisseris – um 5 vikum síðar – eru sömu námskeið kláruð. Sagan endurtekur sig á vormisseri með námskeið þrjú og fjögur.


Kennt er frá kl. 8:00 - 15:00:
Lota 1: Kennd í september
Lota 2: Kennd í nóvember
Lota 3: Kennd í janúar (2024)
Lota 4: Kennd í mars


Kennslulotur saman standa af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum og hópastarfi.

Fyrir hverja

Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Það gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki.

Aðrar upplýsingar

Allar nánari upplýsingar á www.vogl.is

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Verð
0

<span class="fm-plan"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/hi/vogl_h24_postlisti">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir</a>.</span>