

Valmynd
Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.
Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2024.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að standast próf til löggildingar um sölu fasteigna og skipa.
Að bjóða upp á metnaðarfullt, krefjandi, starfstengt og hagnýtt nám.
Að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti fasteigna- og skipasölu.
Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 8:30 - 12 og á laugardögum kl. 12:30 - 16
Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám, hægt er að hlusta á upptökur af allri kennslu. Aðeins er gerð krafa um viðveru í einu námskeiði, raunhæfu verkefni á fjórða misseri námsins.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri EHÍ.
Rósa Björk Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ.
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri EHÍ.
Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.
Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf sem löggiltur fasteigna- og skipasali. Inntökuskilyrði í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Til þess að öðlast löggildingu að námi loknu þurfa nemendur að hafa 6 mánaða starfsreynslu hjá löggiltum fasteignasala.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan"><a target="_blank" target="_blank" href="https://mailchi.mp/hi/loggilding24_postlisti">Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir</a>.</span>