

Valmynd
Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.
Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2024.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Námið samsvarar 60 ECTS einingum.
Að kynna hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Verkefni verða byggð upp þannig að hver og einn geti nýtt eigin reynslu og umhverfi og þannig aðlagað þau að sínum aðstæðum.
Námið samanstendur af sex fimm daga lotum, frá mánudegi til föstudags með viðveru frá kl. 9:00 – 16:00. Fyrsta kennslulota er um miðjan sept. og síðan eru kennslulotur í nóv., jan., feb., og mars.
Í maí mánuði er haldið málþing og náminu lýkur síðan með formlegri útskrift í júní 2025
Benedikt Jóhannsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis.
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, PhD, sálfræðingur og lektor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum.
Dr. Ingibjörg V. Kaldalóns, lektor á Menntavísindasviði HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi eða sambærilegri menntun.
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði og faglegri nálgun á því að vinna með styrkleika bæði fyrir eigin persónulegan þroska sem og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu sem og við aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan"><a target="_blank" target="_blank" href="https://mailchi.mp/hi/jakvaed_salfraedi_24_postlisti">Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir</a>.</span>